Engir olíu- og efnalekar hjá Alcoa og Landsvirkjun 2011

21.2.2012

oliu-og-efnalekar-toppmyndEngir olíu- og efnalekar voru hjá Landsvirkjun og Alcoa á árinu 2011. Frá því að mælingar hófust árið 2007, hefur þrisvar verið tilkynnt um leka yfir 20 lítra, en aldrei komið fram efnaleki sem fer yfir 2000 lítra.

Í sjálfbærniverkefninu á Austurlandi er  fylgst með hvort óæskilegir efnalekar eigi sér stað í tengslum við rekstur Kárahnjúkavirkjunar og álvers Alcoa á Reyðarfirði. Fyrirtækin hafa sett sér það markmið að engir lekar eigi sér stað. Olíu- og efnalekar geta valdið skemmdum á vistkerfum og því viðhafa fyrirtækin varúðarráðstafanir til þess að koma í veg fyrir leka á vinnusvæðum og þar sem skip liggja við festar.

Hægt er að lesa meira um olíu- og efnaleka í vísi 2.9.

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn: febrúar 2012

Engir olíu- og efnalekar hjá Alcoa og Landsvirkjun 2011

oliu-og-efnalekar-toppmyndEngir olíu- og efnalekar voru hjá Landsvirkjun og Alcoa á árinu 2011. Frá því að mælingar hófust árið 2007, hefur þrisvar verið tilkynnt um leka yfir 20 lítra, en aldrei komið fram efnaleki sem fer yfir 2000 lítra.

Lesa meira