Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

30.4.2012 : Vel heppnaður ársfundur sjálfbærniverkefnisins

ársfundur 2012Ársfundur sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar var haldinn á Hótel Héraði síðastliðinn föstudag og tóku hátt í 50 manns þátt í fundinum. Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar setti fundinn og Björn Ingimarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs  fór með fundarstjórn.

Meira...

26.4.2012 : Gæði grunnvatns  og yfirborðsvatns við álver

Yfirborðsvatn við álverHreint og ómengað vatn er hlutur sem að Íslendingar þekkja vel og hafa almennt góðan aðgang að. Öll losun, í hvaða formi sem er getur haft áhrif á gæði grunnvatns. Þar af leiðandi getur stóriðja í nágrenni byggðar getur aukið hættu á mengun grunnvatns.

Frá því að Alcoa Fjarðaál tók til starfa hefur pH gildi í fjórum ám á Reyðarfirði hefur minnkað lítillega úr 7,34 og í 6,92. Flúor í vatni jókst eftir að framleiðsla Alcoa fór af stað en hefur minnkað aftur eftir að jafnvægi komst á framleiðsluna.

Meira...

24.4.2012 : Losun gróðurhúsalofttegunda hjá Fljótsdalsstöð er með því minnsta sem þekkist

visir 2.13 co2 greining LVÁrleg losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á hverja unna GWst í Fljótsdalsstöð er um 0,25 g CO2-ígildi/kWst þegar ekki er tekið tillit til kolefnisbindingar með landgræðslu (sjá mynd).

Ólíkt því sem gerist í flestum öðrum löndum þá er losun GHL frá raforkuvinnslu á Íslandi tiltölulega lítil, enda er langstærstur hluti vinnslunnar frá endurnýjanlegum orkugjöfum þ.e. vatnsafli og jarðvarma.

Meira...

20.4.2012 : Nemendur VA leggja Sjálfbærniverkefninu lið


nemendur va kliptNemendur  á félagsfræðibraut Verkmenntaskólans á Austurlandi hafa undanfarið unnið að rannsókn tengda Sjálfbærniverkefninu á Austurlandi. Miðvikudaginn 18. apríl  var haldinn opin kynning í Verkmenntaskóla Austurlands þar sem að nemendur fóru yfir niðurstöður sínar. Grunnhugmynd að verkefnavinnunni var að nemendur skoðuðu hvernig hægt væri að meta ánægju íbúa með opinbera þjónustu á svæðinu, en vísir 1.16 snýr einmitt að því viðfangsefni.

Meira...