Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

9.1.2013 : Austurbrú tekur við af Þekkingarneti Þingeyinga

austurbruAusturbrú hefur nú tekið við af Þekkingarneti Þingeyinga sem umsjónaraðili sjálfbærniverkefnisins.

Formleg undirritun þess efnis fór fram síðastliðinn mánudag á Egilstöðum.

Ákveðið var að færa ráðgjöf verkefnisins á Austurland eftir að áform Alcoa og Landsvirkjunar á norðurlandi breyttust.

Austurbrú tekur því við ráðgjöfinni á góðum tímapunkti í upphafi nýs árs þegar að nýjar mælingar eru að fara í gang.

Meira...

3.1.2013 : Tíðni fíkniefnabrota hærri á Austurlandi miðað við landið allt

fikniefnabrot-2012

Í desemberlok ársins 2012 sendi Ríkislögreglustjóri sendi frá sér ,,Afbrotatölfræði"  fyrir árið 2011, en um er að ræða tölfræðiskýrslu sem gefin er út árlega. Í vísi 1.18 - samfélagsleg velferð, er meðal annars rýnt í þessa skýrslu og bornar saman tölur fyrir landið allt og Austurland. Í ljós kemur að tíðni fíkniefnabrota er töluvert hærri á Austurlandi samanborið við landið allt. Talan sem notuð er miðast við brot á hverja 10. þúsund íbúa. Landsmeðaltalið er 57 brot á hverja 10. þúsund íbúa á meðan að á Austurlandi eru fíkniefnabrot 86 á hverja 10. þúsund íbúa. Tvö lögregluembætti eru á Austurlandi, eitt á Seyðisfirði og annað á Eskifirði. Tíðni fíkniefnabrota var með svipuðu móti hjá Lögregluembættinu á Seyðisfirði en mikil aukning var á Eskifirði á árinu 2011.

Nánar má lesa um samfélagslega velferð í vísi 1.18.Útlit síðu:

Fréttasafn: janúar 2013

Tíðni fíkniefnabrota hærri á Austurlandi miðað við landið allt

fikniefnabrot-2012

Í desemberlok ársins 2012 sendi Ríkislögreglustjóri sendi frá sér ,,Afbrotatölfræði"  fyrir árið 2011, en um er að ræða tölfræðiskýrslu sem gefin er út árlega. Í vísi 1.18 - samfélagsleg velferð, er meðal annars rýnt í þessa skýrslu og bornar saman tölur fyrir landið allt og Austurland. Í ljós kemur að tíðni fíkniefnabrota er töluvert hærri á Austurlandi samanborið við landið allt. Talan sem notuð er miðast við brot á hverja 10. þúsund íbúa. Landsmeðaltalið er 57 brot á hverja 10. þúsund íbúa á meðan að á Austurlandi eru fíkniefnabrot 86 á hverja 10. þúsund íbúa. Tvö lögregluembætti eru á Austurlandi, eitt á Seyðisfirði og annað á Eskifirði. Tíðni fíkniefnabrota var með svipuðu móti hjá Lögregluembættinu á Seyðisfirði en mikil aukning var á Eskifirði á árinu 2011.

Nánar má lesa um samfélagslega velferð í vísi 1.18.

Austurbrú tekur við af Þekkingarneti Þingeyinga

austurbruAusturbrú hefur nú tekið við af Þekkingarneti Þingeyinga sem umsjónaraðili sjálfbærniverkefnisins.

Formleg undirritun þess efnis fór fram síðastliðinn mánudag á Egilstöðum.

Ákveðið var að færa ráðgjöf verkefnisins á Austurland eftir að áform Alcoa og Landsvirkjunar á norðurlandi breyttust.

Austurbrú tekur því við ráðgjöfinni á góðum tímapunkti í upphafi nýs árs þegar að nýjar mælingar eru að fara í gang.

Lesa meira