Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins 2014

14.5.2014

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins var haldinn á Hótel Héraði Egilsstöðum þriðjudaginn 29. apríl.  Þetta er fjölmennasti ársfundur verkefnisins hingað til en þátttakendur voru tæplega 60.

Þátttakendur á ársfundi Sjálfbærniverkefnisins 2014. Ljósm.: Hilmar SigurbjörnssonAð þessu sinni var sjónum beint sérstaklega að menntamálum og voru flutt áhugaverð erindi um menntun.  Þá var unnið í hópum með spurningar varðandi menntun og sjálfbærni.  Niðurstöður hópavinnunnar munu nýtast við þróun verkefnisins.

Einnig  kynntu Fulltrúar Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar niðurstöður vöktunar á völdum vísum á árinu 2013.

Hægt er að skoða dagskrá fundar, kynningar og samantekt á vefnum.

Ársfundir Sjálfbærniverkefnisins eru haldnir eigi síðar en í annarri viku eftir páska ár hvert.  Megin tilgangur þeirra er að fara yfir niðurstöður vöktunar undangengins árs, upplýsa samfélagið um verkefnið og kynna og skilgreina breytingar á verkefninu og einstökum vísum.  Ársfundir  eru opnir öllum.

Til baka