Fundur á Húsavík

14.3.2019

Systurverkefni okkar, Gaumur.is - Sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi, er unnið hjá Þekkingarneti Þingeyinga á Húsavík.

Starfsmenn beggja verkefna ásamt stýrihópum hittust á óformlegum fundi á Húsavík 13. mars 2019. Farið var yfir verkefnin, upphaf og framvindu og hvernig mætti vekja athygli á því starfi sem unnið er að á báðum stöðum. Var þetta mjög góður og gagnlegur fundur og stefnum við að því að vera í góðu samstarfi og hittast reglulega báðum verkefnum til heilla.

Til baka