Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins

Langtímavöktun gróðurs skapar verðmæta þekkingu

29.4.2019

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins 2019 verður haldinn í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði þriðjudaginn 30. maí kl. 14:00-17:00 undir yfirskriftinni „Það veltur allt á gróðrinum“. Á fundinum munu sérfræðingar Náttúrustofu Austurlands og Landgræðslunnar flytja erindi um gróðurvöktun á áhrifasvæðum virkjunar og álvers og grunnauðlindirnar gróður og jarðveg.

Meðal framsögumanna á fundinum er Guðrún Óskarsdóttir gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands. Hún mun gera grein fyrir niðurstöðum rannsókna á gróðri á Snæfellsöræfum s.l. 10 ár í samhengi við aðrar rannsóknir t.d. sambærilegar rannsóknir í Reyðarfirði og annars staðar á Íslandi og norðurslóðum. Þróunin er skoðuð með tilliti til mismunandi þátta svo sem beitar, iðnaðarumsvifa og loftslagsáhrifa. „Samspil gróðurs og umhverfis er flókið og breytingar til skamms tíma geta gefið villandi mynd af þróun gróðursins. Langtímavöktun gróðurs skapar því mjög verðmæta þekkingu,“ segir Guðrún.

Einnig verða erindi um grunnauðlindirnar gróður og jarðveg, flúor í gróðri í Reyðarfirði í samhengi við flúormælingar á loftgæðastöðvum, veðurfar og landslag, endurheimt gróðurs og mikilvægi þess að hafa stöðugleka í rekstri kerskála m.t.t. umhverfismála.

Opinn fundur og öll velkomin

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var sett á laggirnar til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjum og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Verkefnið gengur út á að fylgst er með þróun vísa sem í flestum tilfellum eru tölulegir mælikvarðar sem gefa vísbendingu um þróun umhverfismála, efnahags og samfélags á byggingar- og rekstrartíma álvers og virkjunar. Miklum upplýsingum hefur nú þegar verið safnað saman og eru aðgengilegar öllum á heimasíðu verkefnisins.

Fundurinn er opinn öllum en við minnum fólk á að skrá sig

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins

Langtímavöktun gróðurs skapar verðmæta þekkingu

Meðal framsögumanna á fundinum er Guðrún Óskarsdóttir gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands. Hún mun gera grein fyrir niðurstöðum rannsókna á gróðri á Snæfellsöræfum s.l. 10 ár í samhengi við aðrar rannsóknir t.d. sambærilegar rannsóknir í Reyðarfirði og annars staðar á Íslandi og norðurslóðum. Þróunin er skoðuð með tilliti til mismunandi þátta svo sem beitar, iðnaðarumsvifa og loftslagsáhrifa. „Samspil gróðurs og umhverfis er flókið og breytingar til skamms tíma geta gefið villandi mynd af þróun gróðursins. Langtímavöktun gróðurs skapar því mjög verðmæta þekkingu,“ segir Guðrún.

Einnig verða erindi um grunnauðlindirnar gróður og jarðveg, flúor í gróðri í Reyðarfirði í samhengi við flúormælingar á loftgæðastöðvum, veðurfar og landslag, endurheimt gróðurs og mikilvægi þess að hafa stöðugleka í rekstri kerskála m.t.t. umhverfismála.

Opinn fundur og öll velkomin

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var sett á laggirnar til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjum og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Verkefnið gengur út á að fylgst er með þróun vísa sem í flestum tilfellum eru tölulegir mælikvarðar sem gefa vísbendingu um þróun umhverfismála, efnahags og samfélags á byggingar- og rekstrartíma álvers og virkjunar. Miklum upplýsingum hefur nú þegar verið safnað saman og eru aðgengilegar öllum á heimasíðu verkefnisins.

Fundurinn er opinn öllum en við minnum fólk á að skrá sig