Breyting á dagsetningu Ársfundar

15.4.2011

Vakin er athygli á því að Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi hefur verið fluttur til föstudagsins 13. maí 2011. Dagskrá og staðsetning er að öðru leyti óbreytt.

Föstudaginn 13. maí 2011 verður Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi haldinn í fyrsta sinn. Þeir sem hafa setið í samráðshóp verkefnisins frá upphafi eru sérstaklega boðaðir en allir áhugamenn um sjálfbæra þróun eru hvattir til þess að mæta.

Gríðarleg vinna hefur verið lögð í verkefnið frá upphafi. Vöktun og mælingar er varða sjálfbærnivísa hafa verið framkvæmdar í nokkur ár og má skoða áhugaverða þróun á áhrifum álvers og virkjunar á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Um 46 sjálfbærnivísar hafa verið skilgreindir og vaktaðir frá árinu 2001. Nánari dagskrá má sjá með því að smella hér og skráning fer fram hér.

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn

Breyting á dagsetningu Ársfundar

Föstudaginn 13. maí 2011 verður Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi haldinn í fyrsta sinn. Þeir sem hafa setið í samráðshóp verkefnisins frá upphafi eru sérstaklega boðaðir en allir áhugamenn um sjálfbæra þróun eru hvattir til þess að mæta.

Gríðarleg vinna hefur verið lögð í verkefnið frá upphafi. Vöktun og mælingar er varða sjálfbærnivísa hafa verið framkvæmdar í nokkur ár og má skoða áhugaverða þróun á áhrifum álvers og virkjunar á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Um 46 sjálfbærnivísar hafa verið skilgreindir og vaktaðir frá árinu 2001. Nánari dagskrá má sjá með því að smella hér og skráning fer fram hér.