Hverfandi lifnar við !

15.9.2011

Fossinn-HverfandiFossinn Hverfandi lifnaði við þegar Hálslón fylltist á þriðjudag.

Þegar Hálslón, sem er miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar fyllist, rennur vatn úr lóninu á yfirfalli í farveg Jökulsár á Dal. Við þetta myndast hinn tilkomumikli foss Hverfandi, en hann hverfur þegar yfirborð lónsins tekur að lækka á ný. Þessa dagana má því búast við auknu rennsli í ánni, en lónið fylltist frekar seint þetta árið þar sem vorið var óvenju kalt. Í fyrra fylltist lónið aftur á móti 28. júlí, sem þykir óvenju snemmt. Landsvirkjun vaktar rennsli í ám og fossum og má sjá niðurstöður þróunar í sjálfbærnimælingum verkefnisins hér.

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn

Hverfandi lifnar við !

Þegar Hálslón, sem er miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar fyllist, rennur vatn úr lóninu á yfirfalli í farveg Jökulsár á Dal. Við þetta myndast hinn tilkomumikli foss Hverfandi, en hann hverfur þegar yfirborð lónsins tekur að lækka á ný. Þessa dagana má því búast við auknu rennsli í ánni, en lónið fylltist frekar seint þetta árið þar sem vorið var óvenju kalt. Í fyrra fylltist lónið aftur á móti 28. júlí, sem þykir óvenju snemmt. Landsvirkjun vaktar rennsli í ám og fossum og má sjá niðurstöður þróunar í sjálfbærnimælingum verkefnisins hér.