Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á Heiðagæs

6.12.2011

Heiðagæsavarp hefur aukist á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar frá 2000. Það á jafnt við um næsta nágrenni Hálslóns sem og önnur vörp. Þróun varpsins er skoðað frá 1981 til 2010 í völdum vörpum. Á tímabilinu frá 2000 til 2010 hefur heiðagæsastofninn vaxið en stærsti fellihópur geldra heiðagæsa á Eyjabökkum hefur rýrnað í öfugu hlutfalli við vöxt í varpi.

Náttúrustofa Austurlands rannsakaði í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands varp heiðagæsa á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar sumarið 2010 fyrir Landsvirkjun. Náttúrufræðistofnun Íslands sá um vöktun
heiðagæsa á svæðinu frá 2005-2008. Í skýrslu sem gefin var út 2011 voru þessar rannsóknir krufðar. Rannsóknirnar voru byggðar á hreiðurtalningum í heiðagæsavörpum með Jökulsá á Dal og þverám hennar og á Vesturöræfum auk talninga á heiðagæsum í sárum á Austurlandshálendinu. Niðurstöður umhverfismats Kárahnjúkavirkjunar árið 2000 voru hafðar til hliðsjónar. Skýrslan er hluti af sjálfbærnimælingum Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi og má skoða niðurstöður mælinga og skýrslur í vísi 2.21 um Heiðagæsir.

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn

Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á Heiðagæs

Náttúrustofa Austurlands rannsakaði í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands varp heiðagæsa á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar sumarið 2010 fyrir Landsvirkjun. Náttúrufræðistofnun Íslands sá um vöktun
heiðagæsa á svæðinu frá 2005-2008. Í skýrslu sem gefin var út 2011 voru þessar rannsóknir krufðar. Rannsóknirnar voru byggðar á hreiðurtalningum í heiðagæsavörpum með Jökulsá á Dal og þverám hennar og á Vesturöræfum auk talninga á heiðagæsum í sárum á Austurlandshálendinu. Niðurstöður umhverfismats Kárahnjúkavirkjunar árið 2000 voru hafðar til hliðsjónar. Skýrslan er hluti af sjálfbærnimælingum Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi og má skoða niðurstöður mælinga og skýrslur í vísi 2.21 um Heiðagæsir.