Tíðni umferðarslysa hefur snarminnkað

13.12.2011

2002-2009-slysatíðni á vegum

Opnun Fáskrúðsfjarðargangna árið 2005 hefur haft mjög mikil áhrif á umferðaröryggi á leiðinni á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Slysatíðnin á þeirri leið hafði aukist jafnt og þétt árin á undan, en tíðnin féll úr 6,59 niður í 0,25 á milli áranna 2004 og 2006.  Slysatíðni fór upp aftur á milli 2006 og 2008, en fór aftur niður á árinu 2009 og er nú aðeins brot af því sem var áður en göngin voru tekin í notkun.

Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi vaktar samfélagslega velferð á Austurlandi, þar er meðal annars fylgst með slysatíðni á völdum leiðum. Einnig er fylgst með afbrotatölum eins og fjölda auðgunarbrota, fíkinefnabrota, líkamsárása og skemmdarverka. Hægt er að lesa meira um samfélagslega velferð á Austurlandi í vísi 1.18. Nýjustu afbrotatölur verða settar inn um leið og Ríkislögreglustjóri birtir afbrotatölur fyrir 2010.

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn

Tíðni umferðarslysa hefur snarminnkað

Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi vaktar samfélagslega velferð á Austurlandi, þar er meðal annars fylgst með slysatíðni á völdum leiðum. Einnig er fylgst með afbrotatölum eins og fjölda auðgunarbrota, fíkinefnabrota, líkamsárása og skemmdarverka. Hægt er að lesa meira um samfélagslega velferð á Austurlandi í vísi 1.18. Nýjustu afbrotatölur verða settar inn um leið og Ríkislögreglustjóri birtir afbrotatölur fyrir 2010.