Mikil samfélagsleg virkni meðal starfsmanna Fjarðaáls

24.1.2012

aIMG_2504Þátttaka starfsfólks Fjarðaáls hefur aukist jafnt og þétt frá því álverið hóf framleiðslu árið 2007 en á þessu tímabili hefur þátttakan farið úr 24% í 76%. Vegna sjálfboðaliðastarfsins á árinu 2011 hefur Samfélagssjóður Alcoa greitt samtals 3,2 milljónir vegna Action-verkefna og 12,3 milljónir í Bravó-styrki, eða samtals 15,5 milljónir króna til 105 félagasamtaka á Austurlandi.

Sjálfboðavinnan er tvenns konar. Annars vegar eru hópverkefni ("Action"), þar sem starfsmenn, fimm eða fleiri taka sig saman og vinna að ákveðnu verkefni í fjóra tíma. Á árinu 2011 var ráðist í ellefu verkefni sem samtals 317 sjálfboðaliðar tóku þátt í, þar af 141 starfsmaður Fjarðaáls. Meðal verkefna má nefna gerð skautasvells og útiblakvallar, vinnu við mótórkrossbraut, boðhlaup til styrktar Krabbameinsfélögum á Austurlandi, lagningu skábrautar fyrir hjólastóla, snyrting á leikskólalóðum o.fl.

Hins vegar eru einstaklingsverkefni ("Bravó"), þ.e. ef starfsmaður Alcoa vinnur meira en 50 stundir á ári fyrir félagið sitt, þá greiðir Alcoa um 30.000 kr. til félagsins. Í ár mátti hver starfsmaður sækja um styrk vegna vinnu sinnar fyrir eitt, tvö eða þrjú félög, og nýttu sér það margir, og má sannarlega segja að þeir séu samfélagslega virkir. Alls bárust 411 umsóknir frá starfsmönnum í ár, en 179 umsóknir í fyrra

Vegna sjálfboðaliðastarfsins á árinu 2011 hefur Samfélagssjóður Alcoa greitt samtals 3,2 milljónir vegna Action-verkefna og 12,3 milljónir í Bravó-styrki, eða samtals 15,5 milljónir króna til 105 félagasamtaka á Austurlandi.

Lesið meira um samfélagslega virkni á árunum 2007-2011 í sjálfbærnivísi 1.5.


Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn

Mikil samfélagsleg virkni meðal starfsmanna Fjarðaáls

Sjálfboðavinnan er tvenns konar. Annars vegar eru hópverkefni ("Action"), þar sem starfsmenn, fimm eða fleiri taka sig saman og vinna að ákveðnu verkefni í fjóra tíma. Á árinu 2011 var ráðist í ellefu verkefni sem samtals 317 sjálfboðaliðar tóku þátt í, þar af 141 starfsmaður Fjarðaáls. Meðal verkefna má nefna gerð skautasvells og útiblakvallar, vinnu við mótórkrossbraut, boðhlaup til styrktar Krabbameinsfélögum á Austurlandi, lagningu skábrautar fyrir hjólastóla, snyrting á leikskólalóðum o.fl.

Hins vegar eru einstaklingsverkefni ("Bravó"), þ.e. ef starfsmaður Alcoa vinnur meira en 50 stundir á ári fyrir félagið sitt, þá greiðir Alcoa um 30.000 kr. til félagsins. Í ár mátti hver starfsmaður sækja um styrk vegna vinnu sinnar fyrir eitt, tvö eða þrjú félög, og nýttu sér það margir, og má sannarlega segja að þeir séu samfélagslega virkir. Alls bárust 411 umsóknir frá starfsmönnum í ár, en 179 umsóknir í fyrra

Vegna sjálfboðaliðastarfsins á árinu 2011 hefur Samfélagssjóður Alcoa greitt samtals 3,2 milljónir vegna Action-verkefna og 12,3 milljónir í Bravó-styrki, eða samtals 15,5 milljónir króna til 105 félagasamtaka á Austurlandi.

Lesið meira um samfélagslega virkni á árunum 2007-2011 í sjálfbærnivísi 1.5.