Uppgræðsla lands

7.3.2012

2004-07-22_Denn

Landbótasjóður Norður-Héraðs hefur staðið að uppgræðslu á Jökuldalsheiði. Markmiðið með þeim aðgerðum er að koma upp og styrkja staðargróður á þessu svæði, sem er viðkvæmt fyrir áfoki frá Hálslóni. Árið 2011 voru rúm 70 tonn af áburði borin á 418 hektara svæði. Landið er að bregðast vel við áburði og fræi og hefur árangur verið góður.  Á einhverjum stöðum virðast vatnsflaumur og ísburður í Jöklu  rífa upp gróður á uppgræðslustöðum.


Nánar má lesa um uppgræðslu lands í vísi 2.30 - Uppgræðsla lands

 

 

Til baka