Rykmistur

15.3.2012

2008-08-21-DSC-3758-Emil-Thor-SigurdsMeðal þeirra áhrifa sem Kárahnjúkavirkjun kann að hafa og ástæða er talin að fylgjast með er rykmistur frá Hálslóni. Erfitt getur þó að reynst að greina milli ryks frá Hálslóni og ryks frá öðrum svæðum m.a. frá eyrum Jökulsár á Fjöllum.

Vatnsborð Hálslóns sveiflast í meðalári um 45 metra en í þurrustu árum getur sveiflan orðið 65 metrar. Svifaurinn mun fyrstu áratugina að mestu setjast í lónið næst jöklinum. 


Á þeim tíma sem mælingar hafa staðið yfir hafa komið hvassviðri af suðlægum og vestlægum áttum, þannig að grunnmælingar ættu að vera nokkuð marktækar um það sem vænta má í venjulegu árferði.


Niðurstöður fallryksmælinga sumarið 2011 sýna að fallryk mældist alltaf undir viðmiðunarmörkum fyrir loftgæðamörk fallryks þ.e. < 5g/m2


Meira má lesa um rykmistur í vísi 2.12 - Rykmistur

Til baka