Nemendur VA leggja Sjálfbærniverkefninu lið

20.4.2012


nemendur va kliptNemendur  á félagsfræðibraut Verkmenntaskólans á Austurlandi hafa undanfarið unnið að rannsókn tengda Sjálfbærniverkefninu á Austurlandi. Miðvikudaginn 18. apríl  var haldinn opin kynning í Verkmenntaskóla Austurlands þar sem að nemendur fóru yfir niðurstöður sínar. Grunnhugmynd að verkefnavinnunni var að nemendur skoðuðu hvernig hægt væri að meta ánægju íbúa með opinbera þjónustu á svæðinu, en vísir 1.16 snýr einmitt að því viðfangsefni.

Ánægjulegt var að sjá nemendur vinna með Sjálfbærniverkefni ð á Austurlandi. Samræða á milli verkefnisins og allra stiga menntakerfisins er bæði nytsamleg og nauðsynleg til að skapa tengsl og flæði hugmynda. Það getur opnað augu nemenda og aðila verkefnisins að nýjum leiðum og nálgunum sem geta bætt verkefnið og jafnvel samfélagið sjálft.

Tveir hópar tóku þátt í verkefninu og fóru þeir ólíkar leiðir að viðfangsefninu. Fyrri hópurinn lagði spurningakönnun fyrir nemendur VA og áttu spurningarnar að meta ánægju nemanda með ýmsa þætti sem að snúa að skólanum. Meðal annars var spurt um ánægju með félagslíf, ástæðu fyrir því að Verkmenntaskóli Austurlands varð fyrir valinu og álit á samgöngum svo að nokkur dæmi séu nefnd.
Síðari hópurinn gerði einnig spurningakönnun, en hún var lögð fyrir sundlaugargesti á Neskaupstað og á Egilstöðum. Spurningarnar áttu að mæla ánægju sundlaugargesta með þá þjónustu sem er í þar er boðið uppá. Þar var spurt um ýmislegt sem kann að tengjast sundlaugunum, eins og til dæmis gæði búningsklefa, þrif á klefum og þjónusta starfsmanna.

Niðurstöður nemendaverkefnanna eru gott innlegg í umræðuna um það hvernig eigi að meta gæði opinberar þjónustu. Þegar mat er lagt á jafn víðfeðmt hugtak og hér um ræðir er nauðsynlegt að líta á  stóra samhengið, en jafn mikilvægt er að rýna í einstaka þætti eins og nemendur Verkmenntaskólans gerðu. Sjálfbærniverkefnið þakkar nemendum og starfsfólki VA fyrir samstarfið.

Hér má sjá myndir af kynningum nemendana.

nemendur VA nemendur va 2
nemendur va 3 nemendur VA

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn

Nemendur VA leggja Sjálfbærniverkefninu lið

Ánægjulegt var að sjá nemendur vinna með Sjálfbærniverkefni ð á Austurlandi. Samræða á milli verkefnisins og allra stiga menntakerfisins er bæði nytsamleg og nauðsynleg til að skapa tengsl og flæði hugmynda. Það getur opnað augu nemenda og aðila verkefnisins að nýjum leiðum og nálgunum sem geta bætt verkefnið og jafnvel samfélagið sjálft.

Tveir hópar tóku þátt í verkefninu og fóru þeir ólíkar leiðir að viðfangsefninu. Fyrri hópurinn lagði spurningakönnun fyrir nemendur VA og áttu spurningarnar að meta ánægju nemanda með ýmsa þætti sem að snúa að skólanum. Meðal annars var spurt um ánægju með félagslíf, ástæðu fyrir því að Verkmenntaskóli Austurlands varð fyrir valinu og álit á samgöngum svo að nokkur dæmi séu nefnd.
Síðari hópurinn gerði einnig spurningakönnun, en hún var lögð fyrir sundlaugargesti á Neskaupstað og á Egilstöðum. Spurningarnar áttu að mæla ánægju sundlaugargesta með þá þjónustu sem er í þar er boðið uppá. Þar var spurt um ýmislegt sem kann að tengjast sundlaugunum, eins og til dæmis gæði búningsklefa, þrif á klefum og þjónusta starfsmanna.

Niðurstöður nemendaverkefnanna eru gott innlegg í umræðuna um það hvernig eigi að meta gæði opinberar þjónustu. Þegar mat er lagt á jafn víðfeðmt hugtak og hér um ræðir er nauðsynlegt að líta á  stóra samhengið, en jafn mikilvægt er að rýna í einstaka þætti eins og nemendur Verkmenntaskólans gerðu. Sjálfbærniverkefnið þakkar nemendum og starfsfólki VA fyrir samstarfið.

Hér má sjá myndir af kynningum nemendana.

nemendur VA nemendur va 2
nemendur va 3 nemendur VA