Vel heppnaður ársfundur sjálfbærniverkefnisins

30.4.2012

ársfundur 2012Ársfundur sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar var haldinn á Hótel Héraði síðastliðinn föstudag og tóku hátt í 50 manns þátt í fundinum. Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar setti fundinn og Björn Ingimarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs  fór með fundarstjórn.

Undanfarið hefur verið unnið að því að uppfæra nýjustu niðurstöður sjálfbærnimælinga á heimasíðunni sjalfbaerni.is. Þau Guðlaug Gísladóttir frá Þekkingarneti Þingeyinga, Georg Þór Pálsson stöðvarstjóri Fljótsdalsstöðvar og Geir Sigurpáll Hlöðversson framkvæmdarstjóri umhverfis-, heilsu-, og öryggismála hjá Alcoa Fjarðaáli kynntu helstu tölur úr þeirri vinnu.  Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, fór yfir sjálfbærni í áliðnaðinum og setti framleiðslu Fjarðaáls í samhengi við sjálfbærni á heimsvísu.

Í hópavinnu var farið yfir rýni í sjálfbærniverkefnið sem Dr. Hörður Haraldsson hefur unnið með það fyrir augum að styrkja og bæta verkefnið. Margt áhugavert kom fram í hópavinnunni sem er dýrmætt innlegg í framþróun verkefnisins, enda er grundvallaratriði í verkefnisvinnunni að taka á móti hugmyndum og ábendingum úr samfélaginu og eiga þannig virkt samtal sem er öllum til góðs.

Að fundinum loknum er ekki hægt að segja annað en að verkefnið sé í góðri stöðu þó alltaf  megi betur gera. Góð og virk þátttaka í ársfundi verkefnisins skiptir því miklu máli og er stór þáttur því opna og gegnsæja vinnuferli sem einkennir verkefnið. Sjálfbærniverkefnið þakkar þeim sem mættu á fundinn og lögðu sitt að mörkum við að gera fundinn ánægjulegan og umfram allt nytsamlegan.

 

Ragna Árnadóttir setur fundinn
Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri LV setur fundinn

Georg Þór Pálsson Geir Sigurpáll Hlöðversson
Georg Þór Pálsson og Geir Sigurpáll Hlöðversson fara yfir niðurstöður úr vísum

 

Myndir úr hópavinnu

Hópavinnan gekk vel  Niðurstöður hópana skrifaðar niður

Málinn rædd  Enn af hópavinnu

Anna Heiða Pálsdóttir útskýrir sitt mál

 

 

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn

Vel heppnaður ársfundur sjálfbærniverkefnisins

Undanfarið hefur verið unnið að því að uppfæra nýjustu niðurstöður sjálfbærnimælinga á heimasíðunni sjalfbaerni.is. Þau Guðlaug Gísladóttir frá Þekkingarneti Þingeyinga, Georg Þór Pálsson stöðvarstjóri Fljótsdalsstöðvar og Geir Sigurpáll Hlöðversson framkvæmdarstjóri umhverfis-, heilsu-, og öryggismála hjá Alcoa Fjarðaáli kynntu helstu tölur úr þeirri vinnu.  Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, fór yfir sjálfbærni í áliðnaðinum og setti framleiðslu Fjarðaáls í samhengi við sjálfbærni á heimsvísu.

Í hópavinnu var farið yfir rýni í sjálfbærniverkefnið sem Dr. Hörður Haraldsson hefur unnið með það fyrir augum að styrkja og bæta verkefnið. Margt áhugavert kom fram í hópavinnunni sem er dýrmætt innlegg í framþróun verkefnisins, enda er grundvallaratriði í verkefnisvinnunni að taka á móti hugmyndum og ábendingum úr samfélaginu og eiga þannig virkt samtal sem er öllum til góðs.

Að fundinum loknum er ekki hægt að segja annað en að verkefnið sé í góðri stöðu þó alltaf  megi betur gera. Góð og virk þátttaka í ársfundi verkefnisins skiptir því miklu máli og er stór þáttur því opna og gegnsæja vinnuferli sem einkennir verkefnið. Sjálfbærniverkefnið þakkar þeim sem mættu á fundinn og lögðu sitt að mörkum við að gera fundinn ánægjulegan og umfram allt nytsamlegan.

 

Ragna Árnadóttir setur fundinn
Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri LV setur fundinn

Georg Þór Pálsson Geir Sigurpáll Hlöðversson
Georg Þór Pálsson og Geir Sigurpáll Hlöðversson fara yfir niðurstöður úr vísum

 

Myndir úr hópavinnu

Hópavinnan gekk vel  Niðurstöður hópana skrifaðar niður

Málinn rædd  Enn af hópavinnu

Anna Heiða Pálsdóttir útskýrir sitt mál