Samfélagsábyrgð- frá hugmyndafræði til framkvæmda

16.5.2012


Brynhildur-DavidsdottirÁskorun sjálfbærrar þróunar er meðal annars „að ná jafnvægi á milli hagrænnar þróunar og félagslegra og umhverfislegra markmiða.“ Þetta er eitt af því sem kom fram á fundi Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, og Þekkingarnets Þingeyinga um samfélagsábyrgð sem haldinn var á Icelandair Hótel Natura þann 15. maí 2012.

Fundargestir-morgunverdarfundur-15-mai-2012Í fyrirlestir sínum um Sjálfbæra þróun fór Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í umhverfis- og auðlindafræðum HÍ, yfir hugmyndafræðina og skerpti á grundvallaratriðum varðandi túlkun. Einnig fjallaði hún um tengsl samfélagsábyrgðar og Sjálfbærrar þróunar. Sjá fyrirlestur Brynhildar.

Gudlaug-GisladottirGuðlaug Gísladóttir verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Þingeyinga kynnti Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi og sagði frá hvernig stuðst hefði verið við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar til að þróa og móta verkefnið. Auk þess fór hún yfir hvernig samráðshópur sem endurspeglar þverskurð samfélagsins var fenginn til samstarfs við að velja, móta og þróa sjálfbærnivísana sem eru vaktaðir í verkefninu. Sjá fyrirlestur Guðlaugar.

Bjorn-IngimarssonBjörn Ingimarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs fjallaði um Sjónarhorn samfélagsins. Hver reynsla Fljótsdalshéraðs væri af þátttöku í Sjálfbærniverkefninu á Austurlandi og hvaða gildi það hefði fyrir sveitarfélagið að taka þátt í verkefninu. Einn kosturinn sem hann nefndi var m.a. tækifæri til að koma áhyggjuefnum á framfæri og móta vísa er þau varðar. Sjá fyrirlestur Björns hér.

Regina-AsvaldsdottirAð lokum voru líflegar pallborðsumræður sem Regína Ásvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stjórnaði af röggsemi.


Fyrirlesarar-og-fundarstjoriTil baka


Útlit síðu:

Fréttasafn

Samfélagsábyrgð- frá hugmyndafræði til framkvæmda

Fundargestir-morgunverdarfundur-15-mai-2012Í fyrirlestir sínum um Sjálfbæra þróun fór Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í umhverfis- og auðlindafræðum HÍ, yfir hugmyndafræðina og skerpti á grundvallaratriðum varðandi túlkun. Einnig fjallaði hún um tengsl samfélagsábyrgðar og Sjálfbærrar þróunar. Sjá fyrirlestur Brynhildar.

Gudlaug-GisladottirGuðlaug Gísladóttir verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Þingeyinga kynnti Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi og sagði frá hvernig stuðst hefði verið við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar til að þróa og móta verkefnið. Auk þess fór hún yfir hvernig samráðshópur sem endurspeglar þverskurð samfélagsins var fenginn til samstarfs við að velja, móta og þróa sjálfbærnivísana sem eru vaktaðir í verkefninu. Sjá fyrirlestur Guðlaugar.

Bjorn-IngimarssonBjörn Ingimarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs fjallaði um Sjónarhorn samfélagsins. Hver reynsla Fljótsdalshéraðs væri af þátttöku í Sjálfbærniverkefninu á Austurlandi og hvaða gildi það hefði fyrir sveitarfélagið að taka þátt í verkefninu. Einn kosturinn sem hann nefndi var m.a. tækifæri til að koma áhyggjuefnum á framfæri og móta vísa er þau varðar. Sjá fyrirlestur Björns hér.

Regina-AsvaldsdottirAð lokum voru líflegar pallborðsumræður sem Regína Ásvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stjórnaði af röggsemi.


Fyrirlesarar-og-fundarstjori