Engir áfoksgeirar hafa myndast

22.5.2012

Afok-vid-Halslon-myndEnn sem komið er hafa engir áfoksgeirar myndast utan þeirra viðmiðunarlína sem settar hafa verið við Hálslón. Þetta kemur fram í greinargerð Landsvirkjunar og Landgræðslunnar um rofavarnir og gróðurvernd við Hálslón.

Fjúki jarðefni frá strandsvæðum,áreyrum eða rofsvæðum og yfir á gróið land er talað um áfoksgeira. Áfoksgeirar geta kaffært gróður sem drepst fljótlega og hættir að skýla undirliggjandi jarðvegi sem getur þá einnig fokið upp og aukið við geirann. Þannig getur í verstu tilfellum orðið til snjóbolta áhrif sem stóreykur efnismagn í áfoki og útbreiðslu áfoksgeirans.

2.29-mynd-forsida-greinagerd-2010-rofvarnir-og-grodurvernd-vid-HalslonLandsvirkjun hefur sinnt margvíslegum aðgerðum til þess að fyrirbyggja að áfok geti borist út yfir gróðurlendið á Vesturöræfum og valdið þar skaða. Má þar nefna sandgildrur, vökvun og rykbindingu. Í greinagerð Landsvirkjunar og Landgræðslunnar um rofavarnir og gróðurvernd er áhugaverð umfjöllun um þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem Landsvirkjun hefur sinnt til þess að koma í veg fyrir áfoksgeira og árangur til árisins 2011. Smellið hér til að skoða plaggið.

Vísir 2.29 fjallar um áfok við Hálslón, en hluti af strandsvæðum lónsins, eða um 15 km2, er hulinn jarðvegi sem er að meðaltali 2,5 m þykkur. Jarðvegurinn er hulinn þunnri gróðurþekju. Þessi gjóskuríki jarðvegur getur bæði skolast ofan í lónið með ölduróti og vatnsrofi, en einnig fokið upp á nærliggjandi svæði og valdið þykknun jarðvegs og jafnvel gróðureyðingu. Smellið hér til að skoða vísi 2.29.

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn

Engir áfoksgeirar hafa myndast

Fjúki jarðefni frá strandsvæðum,áreyrum eða rofsvæðum og yfir á gróið land er talað um áfoksgeira. Áfoksgeirar geta kaffært gróður sem drepst fljótlega og hættir að skýla undirliggjandi jarðvegi sem getur þá einnig fokið upp og aukið við geirann. Þannig getur í verstu tilfellum orðið til snjóbolta áhrif sem stóreykur efnismagn í áfoki og útbreiðslu áfoksgeirans.

2.29-mynd-forsida-greinagerd-2010-rofvarnir-og-grodurvernd-vid-HalslonLandsvirkjun hefur sinnt margvíslegum aðgerðum til þess að fyrirbyggja að áfok geti borist út yfir gróðurlendið á Vesturöræfum og valdið þar skaða. Má þar nefna sandgildrur, vökvun og rykbindingu. Í greinagerð Landsvirkjunar og Landgræðslunnar um rofavarnir og gróðurvernd er áhugaverð umfjöllun um þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem Landsvirkjun hefur sinnt til þess að koma í veg fyrir áfoksgeira og árangur til árisins 2011. Smellið hér til að skoða plaggið.

Vísir 2.29 fjallar um áfok við Hálslón, en hluti af strandsvæðum lónsins, eða um 15 km2, er hulinn jarðvegi sem er að meðaltali 2,5 m þykkur. Jarðvegurinn er hulinn þunnri gróðurþekju. Þessi gjóskuríki jarðvegur getur bæði skolast ofan í lónið með ölduróti og vatnsrofi, en einnig fokið upp á nærliggjandi svæði og valdið þykknun jarðvegs og jafnvel gróðureyðingu. Smellið hér til að skoða vísi 2.29.