Lýðfræðilegar breytingar

2.7.2012

 

Mannfjöldapíramídar eru gjarnan notaðir þegar skoða á aldurs- og kynjasamsetningu samfélaga. Píramídarnir gefa skýra mynd þegar bera á saman mismunandi tímabil eða mismunandi svæði.


mid-austurland-1997-og-2011

 


Ef að mannfjöldapíramídi frá 1997 fyrir Mið-Austurland er borinn saman við píramída fyrir árið 2011, má sjá að myndin hefur breyst töluvert síðan þá. Aldursdreifing á Mið-Austurlandi er  nú jafnari en árið 1997. Mið-Austurland er einnig orðið líkara píramídanum sem sýnir landið allt. 

Mannfjöldamyndir 2011

Með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaáls var talið líklegt að breytingar yrðu á íbúasamsetningu á svæðinu. Áhrif framkvæmdanna eru bæði bein og óbein. Fólk flytur á svæðið til að vinna hjá Landsvirkjun, Fjarðaáli eða verktökum á þeirra vegum og ný störf verða til hjá fyrirtækjum í þjónustu og verslun í tengslum við þann efnahagsuppgang sem framkvæmdirnar skapa á svæðinu.

 

Einnig er fróðlegt að horfa á hvernig mannfjöldapíramídi Mið-Austurlands leit úr þegar að framkvæmdirnar við Kárahnjúka og álverið stóðu sem hæst.

mid-austurland-2006

 

 

Lesa má nánar um lýðrfæðilegar breytingar í vísi 1.11

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn

Lýðfræðilegar breytingar

 


Ef að mannfjöldapíramídi frá 1997 fyrir Mið-Austurland er borinn saman við píramída fyrir árið 2011, má sjá að myndin hefur breyst töluvert síðan þá. Aldursdreifing á Mið-Austurlandi er  nú jafnari en árið 1997. Mið-Austurland er einnig orðið líkara píramídanum sem sýnir landið allt. 

Mannfjöldamyndir 2011

Með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaáls var talið líklegt að breytingar yrðu á íbúasamsetningu á svæðinu. Áhrif framkvæmdanna eru bæði bein og óbein. Fólk flytur á svæðið til að vinna hjá Landsvirkjun, Fjarðaáli eða verktökum á þeirra vegum og ný störf verða til hjá fyrirtækjum í þjónustu og verslun í tengslum við þann efnahagsuppgang sem framkvæmdirnar skapa á svæðinu.

 

Einnig er fróðlegt að horfa á hvernig mannfjöldapíramídi Mið-Austurlands leit úr þegar að framkvæmdirnar við Kárahnjúka og álverið stóðu sem hæst.

mid-austurland-2006

 

 

Lesa má nánar um lýðrfæðilegar breytingar í vísi 1.11