Íslenskum lögum og reglugerðum fylgt

17.8.2012

Umhverfi_endurvinnslaÁrin 2010 og 2011 kom ekki upp eitt atvik hjá Landsvirkjun og Alcoa þar sem að íslensk lög og reglugerðir voru brotnar. Frá árinu 2007 þegar vöktun hófst hafa komið upp 3 atvik þar sem lögum og reglugerðum hefur ekki verið fylgt, 2 atvik hjá Alcoa og eitt hjá Landsvirkjun.

Öll starfsleyfi vegna framkvæmda byggjast á því að fyrirtækin samþykki að fylgja öllum lögum og reglum sem eru í gildi á Íslandi hvort sem um er að ræða byggingartíma, rekstrartíma eða viðhald á mannvirkjum.

Heilbrigðiseftirlit fer fram á grunni starfsleyfis, laga og reglugerða sem um starfsemina gilda. Skoðuð eru þau atvik þar sem ekki tekst að uppfylla þær kröfur sem eru í starfsleyfi.

Heilbrigðiseftirlit skilgreinir tvenns konar alvarleika mála í við skoðun í reglubundnu eftirliti, en talin eru þau atvik sem heilbrigðiseftirlit setur í flokk 2.  og tilvik sem ábending kemur um brot á reglum, þótt alvarleiki gefi ekki ástæðu til sérstaks kröfubréfs.

Nánar má lesa um hvort íslenskum lögum og reglugerðum sé fylgt í vísi 1.6

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn

Íslenskum lögum og reglugerðum fylgt

Heilbrigðiseftirlit fer fram á grunni starfsleyfis, laga og reglugerða sem um starfsemina gilda. Skoðuð eru þau atvik þar sem ekki tekst að uppfylla þær kröfur sem eru í starfsleyfi.

Heilbrigðiseftirlit skilgreinir tvenns konar alvarleika mála í við skoðun í reglubundnu eftirliti, en talin eru þau atvik sem heilbrigðiseftirlit setur í flokk 2.  og tilvik sem ábending kemur um brot á reglum, þótt alvarleiki gefi ekki ástæðu til sérstaks kröfubréfs.

Nánar má lesa um hvort íslenskum lögum og reglugerðum sé fylgt í vísi 1.6