Tíðni fíkniefnabrota hærri á Austurlandi miðað við landið allt

3.1.2013

fikniefnabrot-2012

Í desemberlok ársins 2012 sendi Ríkislögreglustjóri sendi frá sér ,,Afbrotatölfræði"  fyrir árið 2011, en um er að ræða tölfræðiskýrslu sem gefin er út árlega. Í vísi 1.18 - samfélagsleg velferð, er meðal annars rýnt í þessa skýrslu og bornar saman tölur fyrir landið allt og Austurland. Í ljós kemur að tíðni fíkniefnabrota er töluvert hærri á Austurlandi samanborið við landið allt. Talan sem notuð er miðast við brot á hverja 10. þúsund íbúa. Landsmeðaltalið er 57 brot á hverja 10. þúsund íbúa á meðan að á Austurlandi eru fíkniefnabrot 86 á hverja 10. þúsund íbúa. Tvö lögregluembætti eru á Austurlandi, eitt á Seyðisfirði og annað á Eskifirði. Tíðni fíkniefnabrota var með svipuðu móti hjá Lögregluembættinu á Seyðisfirði en mikil aukning var á Eskifirði á árinu 2011.

Nánar má lesa um samfélagslega velferð í vísi 1.18.

Til baka