Hljóðmengun við Fjarðaál og í Reyðarfirði

15.3.2013

Umhverfisvísir númer 2.11 í sjálfbærniverkefninu sýnir niðurstöður hljóðmælinga í Reyðarfirði.  Á meðan engar breytingar eru á starfsemi álvers, eru ekki framkvæmdar hljóðmælingar, en nú hefur verið byggð ný kersmiðja við álverið sem er komin í fullan rekstur og voru framkvæmdar hljóðmælingar á vormánuðum 2012.

Mælistaðir eru 7 og eru þeir við Selstaði, í þéttbýlinu Búðareyri, fjórir staðir við og á álverslóð og við bæinn Hólma.  Þegar bornar eru saman niðurstöður mælinga árin 2012 og 2008 kemur fram að hljóðmengun jókst á mælingartíma á öllum stöðum á daginn, á kvöldin og að nóttu nema við bæinn Hólma að nóttu til.  Aukningin í hljóðmengun á einstaka stað er frá 2 dB(A) og upp í 31 dB(A), en mesta aukningin á hljóðmengun frá 2008 til 2012 kemur fram yfir daginn í þéttbýlinu á Reyðarfirði.  Minnsta aukningin er við austur- og vesturmörk iðnaðarsvæðis álversins.

2.11-Hljodmengun---tafla-2012

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn

Hljóðmengun við Fjarðaál og í Reyðarfirði

Mælistaðir eru 7 og eru þeir við Selstaði, í þéttbýlinu Búðareyri, fjórir staðir við og á álverslóð og við bæinn Hólma.  Þegar bornar eru saman niðurstöður mælinga árin 2012 og 2008 kemur fram að hljóðmengun jókst á mælingartíma á öllum stöðum á daginn, á kvöldin og að nóttu nema við bæinn Hólma að nóttu til.  Aukningin í hljóðmengun á einstaka stað er frá 2 dB(A) og upp í 31 dB(A), en mesta aukningin á hljóðmengun frá 2008 til 2012 kemur fram yfir daginn í þéttbýlinu á Reyðarfirði.  Minnsta aukningin er við austur- og vesturmörk iðnaðarsvæðis álversins.

2.11-Hljodmengun---tafla-2012