Breytingar á stýrihóp sjálfbærniverkefnisins

8.1.2014

Töluverðar breytingar hafa orðið á stýrihóp verkefnisins á síðastliðnu ári. 

Í kjölfar ársfundar í maí 2013 tók Árni Óðinsson við af Georgi Þór Pálssyni sem fulltrúi Landsvirkjunar og Freyr Ævarsson tók við af Birni Ingimarssyni sem fulltrúi Fljótsdalshéraðs.  Um sl áramót tók Fríða Björg Eðvarðsdóttir við af Björgólfi Thorsteinssyni sem fulltrúi Landverndar.

Eins og sjá má  á skipuriti verkefnisins fer stýrihópur með faglega stjórn verkefnisins.

Stýrihóp skipa nú:

Geir Sigurpáll Hlöðversson  f.h. Alcoa Fjarðaáls; Páll Björgvin Guðmundsson  f.h.  Fjarðabyggðar;  Freyr Ævarsson  f.h. Fljótsdalshéraðs; Árni Óðinsson f.h. Landsvirkjunar og Fríða Björg Eðvarðsdóttir f.h. Landverndar

Við þökkum fráfarandi meðlimum samstarfið og bjóðum nýtt fólk velkomið til starfa.

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn

Breytingar á stýrihóp sjálfbærniverkefnisins

Í kjölfar ársfundar í maí 2013 tók Árni Óðinsson við af Georgi Þór Pálssyni sem fulltrúi Landsvirkjunar og Freyr Ævarsson tók við af Birni Ingimarssyni sem fulltrúi Fljótsdalshéraðs.  Um sl áramót tók Fríða Björg Eðvarðsdóttir við af Björgólfi Thorsteinssyni sem fulltrúi Landverndar.

Eins og sjá má  á skipuriti verkefnisins fer stýrihópur með faglega stjórn verkefnisins.

Stýrihóp skipa nú:

Geir Sigurpáll Hlöðversson  f.h. Alcoa Fjarðaáls; Páll Björgvin Guðmundsson  f.h.  Fjarðabyggðar;  Freyr Ævarsson  f.h. Fljótsdalshéraðs; Árni Óðinsson f.h. Landsvirkjunar og Fríða Björg Eðvarðsdóttir f.h. Landverndar

Við þökkum fráfarandi meðlimum samstarfið og bjóðum nýtt fólk velkomið til starfa.