Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins 2015

22.5.2015

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins var haldinn í Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði miðvikudaginn 6. maí.  Sérstakt þema fundarins var efnahagsvísar Sjálfbærniverkefnisins og efnahagsmál.

Farið var yfir niðurstöður vöktunar á árinu 2014 auk þess sem þrír gestafyrirlesarar fluttu erindi á fundinum. Jón Skafti Gestsson, hagfræðingur hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar  fjallaði um þá hugmynd að mæla sjálfbærni með því að meta auðstofna e. capital en ekki flæði afurða eða gæða.   Ásta Kristín  Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri atvinnu- og þróunarmála hjá Fjarðabyggð,  fór yfir þróun og helstu efnahagsbreytur samfélagsins og velti  fyrir sér mælikvörðum á árangur. Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri Fljótsdalshéraðs fjallaði um efnahagsmælikvarða sveitarfélaga. 

Efnahagsvísar verkefnisins og hagvísar almennt voru til umræðu í hópastarfi á fundinum.

Hægt er að skoða glærur, myndir og fleira af fundinum á síðu fundarsins.

 

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins 2015

Farið var yfir niðurstöður vöktunar á árinu 2014 auk þess sem þrír gestafyrirlesarar fluttu erindi á fundinum. Jón Skafti Gestsson, hagfræðingur hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar  fjallaði um þá hugmynd að mæla sjálfbærni með því að meta auðstofna e. capital en ekki flæði afurða eða gæða.   Ásta Kristín  Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri atvinnu- og þróunarmála hjá Fjarðabyggð,  fór yfir þróun og helstu efnahagsbreytur samfélagsins og velti  fyrir sér mælikvörðum á árangur. Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri Fljótsdalshéraðs fjallaði um efnahagsmælikvarða sveitarfélaga. 

Efnahagsvísar verkefnisins og hagvísar almennt voru til umræðu í hópastarfi á fundinum.

Hægt er að skoða glærur, myndir og fleira af fundinum á síðu fundarsins.