Nýr fulltrúi í stýrihóp
Anna Berg Samúelsdóttir umhverfisstjóri Fjarðabyggðar er nýr fulltrúi í stýrihóp Sjálfbærniverkefnisins.
Hún er fulltrúi Fjarðabyggðar í hópnum og kemur í stað Marinós Stefánssonar. Við bjóðum Önnu Berg velkomna í hópinn og þökkum Marinó fyrir samstarfið.
Stýrihóp skipa nú auk Önnu: Árni Óðinsson, fulltrúi Landsvirkjunar, Freyr Ævarsson fulltrúi Fljótsdalshéraðs, Geir Sigurpáll Hlöðversson, fulltrúi Alcoa Fjarðaáls og Hjalti Jóhannesson fulltrúi Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri