Það veltur allt á gróðrinum

3.5.2019

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins 2019 var haldinn í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði þriðjudaginn 30. apríl undir yfirskriftinni „Það veltur allt á gróðrinum“. Þetta var níundi ársfundur verkefnisins. Fundarstjóri var Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri í Fjarðabyggð.

Á fundinum flutti Guðrún Schmidt, fræðslufulltrúi hjá Landgræðslunni, erindi um gróður og jarðveg undir yfirskriftinni „Gróður er góður“. Hún gerði grein fyrir því að gróður og jarðvegur eru grunnauðlindir jarðar og mynda lífsgrundvöll og búsvæði fyrir annað lífríki. Hún fór m.a. yfir mikilvægi þess að vernda þessar auðlindir og endurheimta.

Guðrún Óskarsdóttir gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands flutti erindið „Sambýli gróðurs, beitardýra og iðnaðar á Austurlandi“. Þar kom m.a. fram að gróður hefur verið vaktaður á Fljótsdalsheiði, Vesturöræfum, Kringilsárrana og í Reyðarfirði á starfstíma virkjunar og álvers eða í rúman áratug. Vöktunin sýnir að það hafa orðið breytingar á gróðri á á tímabilinu. Þótt flókið sé að greina einstaka áhrifavalda voru leiddar líkur að því að líklegar skýringar á breytingum væru beit og loftslagsbreytingar.

Erlín Emma Jóhannsdóttir, sérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands flutti erindið „Áhrif veðurfars og landslags á dreifingu og styrk flúors í gróðri“. Erlín útskýrði hvernig plöntur taka upp loftborið flúor og hvernig veðurfar, hitastig, úrkoma og vindur hafa áhrif á bæði dreifingu flúors frá verksmiðjunni og það hversu mikið plönturnar taka upp af flúori. Erlín sýndi einnig hvernig styrkur flúors i gróðri breytist með fjarlægð frá álverinu og m.t.t. ríkjandi vindátta.

Eftir kaffihlé tók Smári Kristinsson, framkvæmdarstjóri álframleiðslu og skautsmiðju hjá Alcoa Fjarðaáli fyrir áhugaverðar niðurstöður vöktunar og hvernig kerrekstur og umhverfismál eru nátengd. Þá talaði Ásrún Elmarsdóttir, verkefnisstjóri Landsvirkjunar um verkefni varðandi endurheimt gróðurs. Þessi verkefni voru sett af stað í framhaldi af virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka. Landsvirkjun/Fljótsdalsstöð hefur staðið fyrir uppgræðslu við virkjunarsvæðin og Landbótasjóðir Norður Héraðs og Fljótsdalshrepps hafa unnið að verkefnum til endurheimtar gróðurs á nokkrum svæðum bæði á hálendi og láglendi á Fljótsdalshéraði.

Að lokum voru samþykktar breytingar á vísum 1.1 Kynjahlutfall í vinnuafli, 1.6 Íslenskum lögum og reglugerðum fylgt, 1.12 Vinnumarkaðurinn, 2.4 Rof árbakka Jökulsár í Fljótsdal og Lagarfljóts og 2.9 Olíu og efnalekar vegna framkvæmda og starfsemi.

Til baka


Útlit síðu:

Fréttasafn

Það veltur allt á gróðrinum

Á fundinum flutti Guðrún Schmidt, fræðslufulltrúi hjá Landgræðslunni, erindi um gróður og jarðveg undir yfirskriftinni „Gróður er góður“. Hún gerði grein fyrir því að gróður og jarðvegur eru grunnauðlindir jarðar og mynda lífsgrundvöll og búsvæði fyrir annað lífríki. Hún fór m.a. yfir mikilvægi þess að vernda þessar auðlindir og endurheimta.

Guðrún Óskarsdóttir gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands flutti erindið „Sambýli gróðurs, beitardýra og iðnaðar á Austurlandi“. Þar kom m.a. fram að gróður hefur verið vaktaður á Fljótsdalsheiði, Vesturöræfum, Kringilsárrana og í Reyðarfirði á starfstíma virkjunar og álvers eða í rúman áratug. Vöktunin sýnir að það hafa orðið breytingar á gróðri á á tímabilinu. Þótt flókið sé að greina einstaka áhrifavalda voru leiddar líkur að því að líklegar skýringar á breytingum væru beit og loftslagsbreytingar.

Erlín Emma Jóhannsdóttir, sérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands flutti erindið „Áhrif veðurfars og landslags á dreifingu og styrk flúors í gróðri“. Erlín útskýrði hvernig plöntur taka upp loftborið flúor og hvernig veðurfar, hitastig, úrkoma og vindur hafa áhrif á bæði dreifingu flúors frá verksmiðjunni og það hversu mikið plönturnar taka upp af flúori. Erlín sýndi einnig hvernig styrkur flúors i gróðri breytist með fjarlægð frá álverinu og m.t.t. ríkjandi vindátta.

Eftir kaffihlé tók Smári Kristinsson, framkvæmdarstjóri álframleiðslu og skautsmiðju hjá Alcoa Fjarðaáli fyrir áhugaverðar niðurstöður vöktunar og hvernig kerrekstur og umhverfismál eru nátengd. Þá talaði Ásrún Elmarsdóttir, verkefnisstjóri Landsvirkjunar um verkefni varðandi endurheimt gróðurs. Þessi verkefni voru sett af stað í framhaldi af virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka. Landsvirkjun/Fljótsdalsstöð hefur staðið fyrir uppgræðslu við virkjunarsvæðin og Landbótasjóðir Norður Héraðs og Fljótsdalshrepps hafa unnið að verkefnum til endurheimtar gróðurs á nokkrum svæðum bæði á hálendi og láglendi á Fljótsdalshéraði.

Að lokum voru samþykktar breytingar á vísum 1.1 Kynjahlutfall í vinnuafli, 1.6 Íslenskum lögum og reglugerðum fylgt, 1.12 Vinnumarkaðurinn, 2.4 Rof árbakka Jökulsár í Fljótsdal og Lagarfljóts og 2.9 Olíu og efnalekar vegna framkvæmda og starfsemi.