Gagn og gaman

Ársfundir Sjálfbærniverkefnisins

Ársfundir verkefnisins eru haldnir eigi síðar en fyrstu viku í maí ár hvert.  Markmið ársfunda er að upplýsa samfélagið um Sjálfbærniverkefnið, fara yfir helstu niðurstöður frá undangengnu ári, kynna og skilgreina breytingar á verkefninu mælingum á einstökum vísum og vera vettvangur umræðu.  Hægt er að skoða gögn frá ársfundum hér á síðunni .

Lesa meira

Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu í Héraðsflóa

Frá því að rekstur Kárahnjúkavirkjunar hófst hafði ós Lagarfljóts/Jöklu færst um 1,3 km til norðurs og var ósinn kominn um 3,2 km norðar en hann hafði oftast verið á síðustu öld.


Hér má sjá myndband um verkefnið.

Lesa meira

Slysatíðni á þjóðvegum


Í vísi 1.18b, samfélagsleg velferð má finna upplýsingar um slysatíðni á völdum leiðum á Austurlandi.  Niðurstöður eru sóttar árlega á heimasíðu vegagerðarinnar.  Ítarlegri upplýsingar um slys á Íslandi má sjá á slysakorti Umferðastofu.

Lesa meira

Mannfjöldapíramídar - kynja og aldurssamsetning íbúa


Mannfjöldapíramídar eru myndræn aðferð til að sýna kynjahlutfall og aldursdreifingu á ákveðnu svæði og á ákveðnum tíma. 

Lesa meira

Umfjöllun um Sjálfbærniverkefnið á N4

Fulltrúar frá Sjónvarpsstöðinni N4 mættu á ársfund Sjálfbærniverkefnisins 2013 og birtu umfjöllun um verkefnið í þættinum "Glettur-Austurland" þann 9. maí 2013

Hér er hægt að skoða gögn frá ársfundinum.

Sumar við Hálslón

sandey-5-juni-2011

Veðurfar við Kárahnjúka getur verið ólíkt því sem gengur og gerist í byggðum og bæjum landsins. Fróðlegt er að sjá myndir frá Hálslóni og fylgjast með hvenær snjó tekur upp og á meðfylgjandi myndskeiði má einnig sjá hvernig Hálslón fyllist smám saman og landslagið breytist.
Hálslón þekur um 57 ferkílómetra þegar það er fullt og stendur í 625 metra yfir sjávarmáli þegar það er fullt. Lágmarkshæð lónsins við rekstur er 575 metrar yfir sjávarmáli, þannig að sjá má að sveiflur á milli árstíða geta verið töluverðar

Lesa meira

Losun gróðurhúsalofttegunda með því minnsta sem þekkist

visir 2.13 co2 greining LVÓlíkt því sem gerist í flestum öðrum löndum þá er losun GHL frá raforkuvinnslu á Íslandi tiltölulega lítil, enda er langstærstur hluti vinnslunnar frá endurnýjanlegum orkugjöfum þ.e. vatnsafli og jarðvarma. Árleg losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á hverja unna GWst í Fljótsdalsstöð er um 0,25 g CO2-ígildi/kWst þegar ekki er tekið tillit til kolefnisbindingar með landgræðslu.

Lesa meira

Hreindýr og Kárahnjúkavirkjun

Vísir-2.23-Hreindýr

Kárahnjúkavirkjun mun hafa áhrif á nokkur búsvæði hreindýra en óljóst er hvort þetta mun hafa einhver áhrif á stærð stofnsins eða eingöngu breyta atferli dýranna. Hreindýr voru fyrst flutt til landsins á ofanverðri átjándu öld til búnytja. Þau eru Austfirðingum mikilvæg, bæði vegna tekna af árlegum veiðum, en ekki síður sem tíguleg dýr sem setja svip sinn á umhverfið.

Lesa meira

Flúor og heilbrigði gróðurs

SBverkefnin-lyng-throun-maelikvarda

Flúor getur haft neikvæð áhrif á vöxt og heilbrigði gróðurs. Tryggja þarf að flúor fari ekki yfir þolmörk gróðurs á staðnum sem gæti leitt til breytinga á lífríki þannig að viðkvæmar tegundir myndu ekki þrífast þar sem flúormengunar gætir. Krækiberjalyng er meðal þess gróðurs sem vaktaður er með tilliti til flúormengunar í tengslum við framleiðslu á áli.

Lesa meira

Hvernig er atvinnuleysið á Austurlandi?


1.13-atvinnuleysi-1980-2010Atvinnuleysi hefur yfirleitt verið minna á Austurlandi en á Íslandi í heild frá því á árinu 2004. Fyrir þann tíma var atvinnuleysi alltaf meira á Austurlandi en á landsvísu. Á árinu 2010 var atvinnuleysi rúmlega helmingi minna á Austurlandi en á Íslandi, eða um 4,4% atvinnuleysi að ársmeðaltali á móts við 8,9% atvinnuleysi á Íslandi að meðaltali. 

Lesa meira

Hvaða áhrif hefur Kárahnjúkavirkjun haft á Heiðagæs?

Mynd-forsida-skyrsla-heidagaes-2011

Fylgst er með Heiðagæs á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar í Sjálfbærniverkefninu á Austurlandi í Vísi 2.21. Heiðagæs hefur fjölgað ört á landinu undanfarinn áratug og sú þróun hefur ekki síst sett mark sitt á Fljótsdalshérað og heiðarlöndin þar inn af. Hafi Hálslón haft áhrif á heiðagæs á þessu svæði er hætt við að slíkt sé vandlega falið í hinni almennu aukningu í varpi gæsarinnar. Lesa meira...

Lesa meira

Keops píramídinn og Hálslón

Aurinn sem safnast árlega í hálslón samsvarar 4-5 x 106 m3 af efni. Þetta samsvarar byggingu sem væri 100 metra breið, 100 metra há og 400-500 metra löng. Til að fá hugmynd um stærð er ekki slæmt að bera magnið saman við píramída.

Lesa meira

Einstakt á heimsvísu

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar er frumkvöðlastarf því slík aðferð við mat á sjálfbærni hefur ekki áður verð framkvæmd á heimsvísu.

Lesa meira

Ævintýri heiðagæsarinnar Harðar

Sumarið 2014 var senditæki notað til að  fylgjast með heiðagæsinni „Herði“ sem ásamt maka gerði mislukkaða tilraun til varps í Sauðafelli vestan Hálslóns. Parið hvarf af svæðinu og kom síðar um haustið í ljós á Vestfjörðum og hafði þá tekið sig upp (örugglega ásamt fleiri gæsum sem varp misfórst hjá) og fellt fjaðrir á austur-Grænlandi.

Lesa meira