Gagn og gaman

Einstakt á heimsvísu

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar er frumkvöðlastarf því slík aðferð við mat á sjálfbærni hefur ekki áður verð framkvæmd á heimsvísu.

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar er frumkvöðlastarf því slík aðferð við mat á sjálfbærni hefur ekki áður verð framkvæmd á heimsvísu.

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var sett á laggirnar árið 2004 í upphafi framkvæmda við byggingu álvers Fjarðaáls og Kárahnjúkavirkjunar.  Hvorugt fyrirtækjanna hafði forskrift að því hvernig staðið skyldi að þessu verkefni. Fljótlega kom í ljós að verkefnið var í raun frumkvöðlastarf, ekki bara hér á landi heldur einnig á heimsvísu. Ekki er vitað til að slík verkefni hafi farið af stað í upphafi ferils þar sem framkvæmdir eru að hefjast.