Keops píramídinn og Hálslón
Aurinn sem safnast árlega í hálslón samsvarar 4-5 x 106 m3 af efni. Þetta samsvarar byggingu sem væri 100 metra breið, 100 metra há og 400-500 metra löng. Til að fá hugmynd um stærð er ekki slæmt að bera magnið saman við píramída.
Það efni sem árlega sest til í Hálslóni samsvarar að rúmmáli pýramída sem er um 250 metra á kant og 250 metra hár. Talið er að Keops píramídinn í Egyptalandi hafi upphaflega verið 146, 5 m hár og um 230 m á kant. Keops píramídinn er stærsti píramídinn sem faróinn Khufu byggði. Með því að smella hér getur þú skoðað myndir af Keops.
Myndina hér til hliðar tók Espen Birkelund og er fengið af láni hjá Wikimedia.org[1]
[1] http://commons.wikimedia.org/wiki/File:Keops-pyramid.jpg