Gagn og gaman

Hvernig er atvinnuleysið á Austurlandi?


1.13-atvinnuleysi-1980-2010Atvinnuleysi hefur yfirleitt verið minna á Austurlandi en á Íslandi í heild frá því á árinu 2004. Fyrir þann tíma var atvinnuleysi alltaf meira á Austurlandi en á landsvísu. Á árinu 2010 var atvinnuleysi rúmlega helmingi minna á Austurlandi en á Íslandi, eða um 4,4% atvinnuleysi að ársmeðaltali á móts við 8,9% atvinnuleysi á Íslandi að meðaltali. 

Í Sjálfbærniverkefninu á Austurlandi er hægt að skoða þróun atvinnuleysis á Austurlandi samanborið við landsvísu og aðra landshluta í vísi 1.13 um atvinnuleysi.