Gagn og gaman

Flúor og heilbrigði gróðurs

SBverkefnin-lyng-throun-maelikvarda

Flúor getur haft neikvæð áhrif á vöxt og heilbrigði gróðurs. Tryggja þarf að flúor fari ekki yfir þolmörk gróðurs á staðnum sem gæti leitt til breytinga á lífríki þannig að viðkvæmar tegundir myndu ekki þrífast þar sem flúormengunar gætir. Krækiberjalyng er meðal þess gróðurs sem vaktaður er með tilliti til flúormengunar í tengslum við framleiðslu á áli.

2.27-skipting-rannsoknarsvaedis-fluor-i-grodri

Í sjálfbærniverkefninu á Austurlandi eru fjölmargar tegundir gróðurs vaktaðar í tengslum við framleiðslu á áli. Á myndinni hér til hliðar er kort sem sýnir rannsóknarsvæði vegna flúormengunar á mismunandi stöðum í Reyðarfirði. Hægt er að skoða niðurstöður mælinga frá þeim rannsóknum í vísi 2.27.