Gagn og gaman

Hreindýr og Kárahnjúkavirkjun

Vísir-2.23-Hreindýr

Kárahnjúkavirkjun mun hafa áhrif á nokkur búsvæði hreindýra en óljóst er hvort þetta mun hafa einhver áhrif á stærð stofnsins eða eingöngu breyta atferli dýranna. Hreindýr voru fyrst flutt til landsins á ofanverðri átjándu öld til búnytja. Þau eru Austfirðingum mikilvæg, bæði vegna tekna af árlegum veiðum, en ekki síður sem tíguleg dýr sem setja svip sinn á umhverfið.

Áhrif Kárahnjúkavirkjunar eru fólgin í skerðingu beitilanda hreindýra vegna lands sem fer undir Hálslón og uppistöðulón á Múla og Hraunum, skerðingu burðarsvæða í Hálsi vegna þess að hluti þeirra fer undir Hálslón, truflunar á vor- og haustfari hreindýra yfir Jöklu innan Kárahnjúka og truflunar sem framkvæmdir, nýir vegir og aukin umferð kunna að valda á fari hreindýra. Landsvirkjun styrkir rannsóknir á farhegðun hreindýra, bæði þeirra sem teljast til Snæfellshjarðar og þeirrar sem kennd er við Álftafjörð.

Í sjálfbærniverkefninu á Austurlandi má fylgjast með þróun í fjölda hreindýra á Vessturöræfum og á Múla og Hraunum austan Snæfell í vísi 2.23.