Gagn og gaman

Losun gróðurhúsalofttegunda með því minnsta sem þekkist

visir 2.13 co2 greining LVÓlíkt því sem gerist í flestum öðrum löndum þá er losun GHL frá raforkuvinnslu á Íslandi tiltölulega lítil, enda er langstærstur hluti vinnslunnar frá endurnýjanlegum orkugjöfum þ.e. vatnsafli og jarðvarma. Árleg losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á hverja unna GWst í Fljótsdalsstöð er um 0,25 g CO2-ígildi/kWst þegar ekki er tekið tillit til kolefnisbindingar með landgræðslu.


visir 2.13 co2 greining LV

Stærstur hluti losunarinnar er vegna losunar gróðurhúsalofttegunda frá uppistöðulónum (60%) og því næst vegna losunar á byggingartíma virkjunarinnar (37%) sem að stórum hluta má rekja til notkunar jarðefnaeldsneytis og steypu. Rekstur stöðvarinnar vegur einungis um 3% af kolefnissporinu. Til samanburðar má til dæmis geta þess að kolefnisspor fyrir raforkuvinnslu í kolakynntu orkuveri er á bilinu 800 – 1.250 g CO2-ígildi/kWst.

Í vísi 2.13 er hægt að skoða upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda vegna Kárahnjúkavirkjunar og rekstur álvers Alcoa Fjarðaáls.