Stjórnun og skipulag

Stjórnun og skipulag

Eigendur verkefnisins, Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun, bera ábyrgð á fjármögnun, vöktun og mælingum í verkefninu.  Eigendur hafa bein samskipti við stýrihóp, sem ber ábyrgð á framgöngu verkefnisins.  Verkefnisstjórn heyrir beint undir stýrihóp og vinnur samkvæmt þeim kröfum sem stýrihópur gerir.  Undir verkefnisstjórn fellur alhliða vefumsjón, innheimta gagna á vef, endurskoðun og þróun vísa, kynning vísa og Sjálfbærniverkefnis auk samskipta við fræðasamfélag.

Skipurit


Mynd 1.  Stjórnskipulag Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar

Stýrihópur


Hlutverk stýrihóps er:

 • Að gera aðgerðaáætlun/fjárhagsáætlun fyrir hvert ár.  Eigendur verkefnisins, Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun, eiga síðasta orðið um hve miklu fjármagni er veitt í verkefnið.  Stýrihópur forgangsraðar verkefnum eftir fjármagni.
 • Að veita verkefnisstjórn aðhald og fylgja eftir aðgerða- og fjárhagsáætlun
 • Að koma með tillögur að breytingum/nýjum vísum ef við á auk þess að taka ákvarðanir um breytingartillögur sem kunna að berast.
 • Að taka ákvarðanir um útgáfu- og kynningarmál
 • Að bera ábyrgð á efni og innihaldi ársfundar verkefnisins
 • Annað sem viðkemur reglubundinni stjórn verkefnisins.

Stýrihóp skipa:

 • Anna Berg Samúelsdóttir, fulltrúi Fjarðabyggðar
 • Árni Óðinsson, fulltrúi Landsvirkjunar
 • Freyr Ævarsson, fulltrúi Fljótsdalshéraðs
 • Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fulltrúi Alcoa Fjarðaáls
 • Hjalti Jóhannesson, fulltrúi Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri

Fundargerðir stýrihóps


Verkefnisstjórn

Hlutverk verkefnisstjóra er

 • Að vinna með stýrihóp verkefnisins að  hvers konar kynningu verkefnisins, gagnaöflun og úrvinnslu gagna, undirbúningi funda og skipulagningu.
 • Viðhald og rekstur á vef verkefnisins.  Í því felst m.a. öflun gagna, innsláttur og uppfærsla á heimasíðu.
 • Þátttaka í og skipulagning kynninga á Sjálfbærniverkefninu fyrir eigendur þess.
 • Þátttaka í og skipulagning kynninga á sjálfbærniverkefninu fyrir hagsmunaaðilum svo sem sveitarstjórnarmönnum, félagasamtökum og fyrirtækjum. 
 • Önnur tilfallandi verkefni sem Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun kunna að fela verkefnastjóra.


Austurbrú hefur farið með verkefnisstjórnun Sjálfbærniverkefnisins frá janúar 2013. 

Starfsmenn verkefnisins eru:

 • Sigrún Víglundsdóttir, sigrunv@austurbru.is
 • Guðrún Á. Jónsdóttir, gudrun@austurbru.is
 • Arnar Úlfarsson, arnar@austurbru.is


Verklagsreglur

Við framkvæmd verkefnisins hafa skotið upp kollinum viðfangsefni af ýmsum toga sem þarf að vinna á faglegan hátt. Mikilvægt er að móta reglur til þess að tryggja gagnsætt og opið ferli í anda víðtæks samráðs.

Á fjórða fundi samráðshóps var lagður grunnur að tveimur verklagsreglum sem fara átti eftir við breytingar og þróun í verkefninu. Önnur þeirra fjallar um breytingaferli sjálfbærnivísa og hin fjallar um framkvæmd ársfundar.

VL 001 - Breytingaferli sjálfbærnivísa

VL 002- Ársfundur sjálfbærniverkefnis á Austurlandi