Útgefið efni

Útgefið efni

Áfangaskýrslur


Áfangaskýrsla I/II - Vísar og grunnástandÁfangaskýrsla I/II  - Vísar og grunnástand

Mælingar á árangri Alcoa og Landsvirkjunar við byggingu og rekstur Fjarðaáls og Kárahnjúkavirkjunar

Áfangaskýrsla III - Framkvæmdaáætlun

Áfangaskýrsla III - Framkvæmdaáætlun

Mælingar á árangri Alcoa og Landsvirkjunar við byggingu og rekstur Fjarðaáls og Kárahnjúkavirkjunar
Endurmat

Sjálfbærniverkefninu á Austurlandi var komið á fót árið 2004 til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi.  Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun standa að verkefninu, eru eigendur þess og lykilhagsmunaaðilar ásamt Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði.  Verkefnið byggir fyrst og fremst á hugmyndafræði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þar sem tekið er tillit til umhverfis, efnahags og félagslegra þátta.  Víðtækt samráð var haft á sínum tíma, við ólíka hagsmunaaðila, um þau málefni sem lögð voru til grundvallar í vali á sjálfbærnivísum.  Vöktun vísanna hefur nú staðið yfir síðan 2007 og hefur Austurbrú haft umsjón með verkefninu síðan 2013.  Í tilefni af tímamótum tíu ára vöktunar ákváðu eigendur verkefnisins, í samráði við Austurbrú, að leita til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um gerð úttektar sem fæli í sér rýni á tilgang og umfangi verkefnis, verklagi og val á vísum, þróun og markmið samfélagsvísanna sem og ávinning, birtingu og eftirfylgni niðurstaðna.  Auk þess var markmiðið að greina samfélagsvísana með hliðsjón af félagsvísum velferðarráðuneytisins.Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi - mat á samfélagsvísum og verklagi verkefnisins.

Rannsókn unnin 2017, af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, fyrir Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun. 

Markmið rannsóknar voru: 

  • Að leggja mat á samfélagsvísa í Sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar á Austurlandi
  • Að greina samfélagsvísana með hliðsjón af félagsvísum sem gefnir eru út af Hagstofu Íslands.Ryni_HH_forsida Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi - Rýni

Á árinu 2012 var dr. Hörður Haraldsson hjá Umhverfisstofnun Svíþjóðar fenginn til að rýna verkefnið og benda á leiðir til að bæta það ( sjá skýrslu Harðar ).  Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar í kjölfarið og ábendingar nýttar áfram í sífellda rýnivinnu ( sjá úrvinnsla rýni).  
Endurmat-sjalfbaerniverkefni-forsida

Sjálfbærniverkefni á Austurlandi - Endurmat

Ráðgjafafyrirtækið Ildi gerði endurmat á Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar og gefin var út skýrsla um það í júní 2008. Endurmatið var framkvæmt þannig að send var spurningakönnun til þeirra 34 fulltrúa sem sæti áttu í samráðshópi verkefnisins og af þeim svöruðu 22.
Framvinduskýrslur


Framvinduskýrslur eða starfsskýrslur verkefnisins hafa verið gerðar árlega frá 2013.  Fram að því voru ekki gerðar formlegar framvinduskýrslur um starfsemina.