Skip to content

LV-2016/058 - Kortlagning burðarsvæða hreindýra á áhrifasvæðum Kárahnjúkavirkjunar vorið 2014

More info
Title LV-2016/058 - Kortlagning burðarsvæða hreindýra á áhrifasvæðum Kárahnjúkavirkjunar vorið 2014
Description Vorið 2014 voru burðarsvæði Snæfellshjarðar skoðuð í tíunda sinn frá því að verkefnið hófst 2005. Markmiðið var að kanna hvort og þá hvernig virkjunarframkvæmdir höfðu áhrif á burð hreindýra og val þeirra á burðarsvæðum. Skoðuð voru; Kringilsárrani, Sauðárrani, Brúaröræfi, Jökuldalsheiði, Vesturöræfi, Innri hluti Fljótsdalsheiðar, Undir Fellum, Múli, Suðurfell, og Austurheiðar. Nú fundust 141 kýr á veiðisvæði 1 (84% með kálfi) og 212 kýr á veiðisvæði 2 (58% með kálfi) dagana 20. og 22. maí 2014. Alls 353 kýr. Mikill snjór var á talningarsvæðum. Einungis var talið úr flugvél að þessu sinni. Kýr Fljótsdalshjarðar héldu mest til í dalbotnum og heiðarbrúnum en kýr Norðurheiðahjarðar voru dreifðar um Brúaröræfi og Jökuldalsheiði.
File
Download file
Authors
Name Elín Guðmundsdóttir
Name Rán Þórarinsdóttir
Taxonomy
Category Hreindýr
Year 2016
Publisher Landsvirkjun
Keywords Hreindýr,hreinkýr, burður , miðburður, dreifing dýra, kálfahlutfall, burðarsvæði, Snæfellshjörð