Skip to content

NA-220226 - Vöktun hreindýra 2021 og tillaga um veiðikvóta og ágangssvæði 2022

More info
Title NA-220226 - Vöktun hreindýra 2021 og tillaga um veiðikvóta og ágangssvæði 2022
Subtitle NA-220226
Description

Náttúrustofa Austurlands leggur til að veiðikvóti ársins 2022 verði 1021 hreindýr; 546 kýr og 475 tarfar sem er 199 dýrum færra en í fyrra. Jafnframt er lagt til að mörk veiði- og ágangssvæða verði óbreytt og að eins og fyrri ár verði kúaveiði heimiluð í nóvember á svæðum 8 og 9 og skara megi kúaveiði milli þessara svæða ef þörf þykir. Lögð er til sú breyting að tarfaveiði á svæði 9 hefjist 15. júní til að minnka líkur þess að hreindýr fari vestur fyrir Breiðamerkurlón svo og að draga úr gróðurskemmdum af völdum hreindýra á Breiðamerkursandi. Eins og fyrr er lagt til að kálfar og veturgamlir tarfar verði friðaðir.

Gerð er grein fyrir vöktun hreindýrastofnsins 2021 og forsendum sem liggja til grundvallar kvótatillögum skýrðar. Líkamlegt ástand dýra er metið út frá upplýsingum um  allþunga og bakfitu veiddra dýra árið 2021, en eins og fyrri ár er ljóst að auka þarf mælingar á bakfitu og fallþunga á dýrum veiddum á svæðum 8 og 9. Gerð er grein fyrir þéttleika dýra að vetri. Stærð og hlutfallsleg skipting hreindýrahaga eftir ástandi lands er sýnd eftir veiðisvæðum. Fjallað er um frjósemi, fjölda dýra og nýliðun, auk þess sem aldurs- og kynjahlutfall er skoðað. Einnig er gerð grein fyrir burðarvöktun hreindýra á Snæfellsöræfum 2021. 20 kýr voru með virka senda á árinu en einungis 12 eftir í árslok. Stefnt er að því að endurheimta rafmagnslausa kraga og fjölga kúm með virka senda, einkum á svæðum 2, 6 og 7.

English summary is found on the first pages of the report.

File
Download file
Authors
Name Skarphéðinn G. Þórisson
Name Rán Þórarinsdóttir
Taxonomy
Category Hreindýr
Year 2022
Publisher Náttúrustofa Austurlands
Keywords Veiðikvóti, ágangssvæði, þéttleiki, hreindýrahagar, frjósemi, burður, talningar, nýliðun, dánartíðni, fallþungi, aldurs- og kynjasamsetning, fengitími og GPS staðsetningar.