Fara í efni

LV-2017/033 - Heiðagæsarannsóknir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar árið 2016

Nánari upplýsingar
Titill LV-2017/033 - Heiðagæsarannsóknir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar árið 2016
Undirtitill LV-2017/033
Lýsing Árið 2016 kannaði Náttúrustaofa Austurlands heiðagæsavarp á völdum svæðum fyrir Landsvirkjun sem er liður í vöktun fugla á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar. Í úttektinni voru vörpin í Hafrahvömmum, í Laugarvalladal og Sauðárdal auk varps á Vesturöræfum norðan Sauðár skoðuð. Tíðarfar og snjóalög settu mark sitt á varpið sem hófst óvenju seint og færri varppör reyndu fyrir sér sökum þess sem kom fram sem fækkun miðað við síðustu mælingar. Varpárangur var engu að síður ágætur. Að meðaltali voru 3,7 egg í hreiðri og 2,4 ungar fylgdu hverju pari. Tilraunir með flygildi í varprannsóknum lofuðu góðu sem stofan stefnir á að beita í ríkari mæli í framtíðinni. Veruleg aukning varð á fjölda ófleygra heiðagæsa á Snæfellsöræfum í júlí og og voru tæpar 10.000 heiðagæsir á Eyjabakkasvæðinu, þ.a. 710 ungar sem er það mesta sem hefur verið talið á svæðinu til þessa. Síðast voru taldar álíka margar heiðagæsir þar árið 2002. Hlutfall ársgamalla heiðagæsa á Eyjabakkasvæðinu var 29% og hefur fjöldi þeirra ekki verið meiri síðan mælingar hófust
Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Halldór Walter Stefánsson
Nafn Skarphéðinn G. Þórisson
Flokkun
Flokkur Fuglar
Útgáfuár 2017
Útgefandi Landsvirkjun
Leitarorð Heiðagæs, vatnasvið, Kárahnjúkavirkjun