Sjálfbærniverkefni á Austurlandi

Hálslón

Hreindýr

Fljótsdalur

MosiSjálfbærni

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var sett á laggirnar til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjum og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Fyrirtækin fengu til liðs við sig fulltrúa ýmissa hópa, bæði með og á móti framkvæmdunum og myndaður var samráðshópur sem vann að verkefninu.

Verkefnið gengur út á að fylgst er með þróun vísa sem í flestum tilfellum eru tölulegir mælikvarðar sem gefa vísbendingu um þróun umhverfismála, efnahags og samfélags á byggingar- og rekstrartíma álvers og virkjunar.Sjálfbærni

Til þess að samfélag sé sjálfbært er mikilvægt að grunnurinn sé sterkur og athafnasemi mannsins á ýmsum sviðum veiki ekki eða brjóti þær stoðir sem samfélagið byggir á. Samfélagsvísar fjalla um þær stoðir sem mynda samfélagið sem við búum í. Sem dæmi um stoðir má nefna fjölda og samsetningu íbúa, vinnumarkaðinn, skóla, samgöngur, öryggi íbúa, ýmsa opinbera þjónustu og menningarviðburði.

Hér getur þú skoðað samfélagsvísa sjálfbærniverkefnisins.


Sjálfbærni

Til þess að umhverfi okkar sé sjálfbært er mikilvægt að grunnurinn sé sterkur og athafnasemi mannsins á ýmsum sviðum skerði ekki náttúrugæði á þann hátt að afkomendur okkar eigi erfitt með að komast af í framtíðinni. Umhverfisvísar fjalla um náttúruna sem við búum í, umhverfið, loftið, gróður og landslag. Sem nánara dæmi um málefni umhverfisvísa má nefna loftgæði, líffræðilegan fjölbreytileika, náttúruminjar, ásýnd og eyðingu gróðurs.

Hér getur þú skoðað umhverfisvísa sjálfbærniverkefnisins.


Sjálfbærni

Til þess að samfélag sé efnahagslega heilbrigt er mikilvægt að grunnurinn sé sterkur og ekki fari meiri verðmæti út úr samfélaginu en koma inn í það, eða öfugt. Efnahagsvísar fjalla um þær stoðir sem þurfa að vera í lagi til þess að fyrirtæki þrífist, skapi störf og geri fólki kleift að kaupa lífsins nauðsynjar. Erfitt er að halda úti grunnþjónustu ef ekki er til fjármagn til að greiða kostnað sem henni fylgir.

Hér getur þú skoðað efnahagsvísa sjálfbærniverkefnisins.


Fréttasafn

16.3.2020 : Ný heimasíða verkefnisins

Vinna er hafin við nýja heimasíðu Sjálfbærniverkefnisins.

Meira...

Skoða fréttasafn


 Útlit síðu: