Fara í efni

Framvinda

 
Sjálfbærni.is

Mynd 1.  Hlutfall starfa í lykilatvinnugreinum á Austurlandi eftir kynjum á árinu 2021 samanborið við landið allt.

 
Sjalfbærni.is

Mynd 2. Hlutfall starfa í lykilatvinnugreinum á Austurlandi árið 2021 samanborið við landsbyggðina, höfuðborgarsvæðið og landið allt.

 
Sjálfbærni.is
Mynd 2.   Fjöldi starfa (aðalstarf) eftir atvinnugreinum á Austurlandi 2008 - 2021.
 

Uppfært: 12. ágúst 2022.
Heimild: Hagstofa Íslands 

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?
  •  Fjöldi og hlutfall starfa í lykilatvinnugreinum á Austurlandi og á landsvísu. (Áhrif framkvæmda: óbein).
Áætlun um vöktun
  • Upplýsingar fáanlegar á heimasíðu Hagstofunnar. Hachman vísitalan verður notuð til að reikna út fjölbreytni á Austurlandi í samanburði við efnahagslega fjölbreytni á landsvísu. Upplýsingum verður safnað árlega.
Markmið
  • Rekstrartími: Viðhalda fjölbreytileika í atvinnulífi.
Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

Þessi vísir var upphaflega hluti af vísi númer 12.1 . Þá hét hann Vinnumarkaðurinn og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 1. Breytingar á númeri og nafni vísi.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 3.4.1 Störf í lykilatvinnugreinum
2007 1.12b Vinnumarkaðurinn

Grunnástand

Tafla 2. Vinnuafl eftir atvinnugreinum á Íslandi og Austurlandi árið 2003 (grunnástand)
Atvinnugrein Austurland  (% af heild) Landsbyggð (% af heild) Höfuðborgarsvæði (% af heild) Ísland (% af heild)
Landbúnaður 6,2% 8,9% 0,6% 2,7%
Fiskveiðar 8,0% 7,0% 1,1% 3,5%
Fiskiðnaður 16,7% 8,6% 0,5% 4,1%
Annar iðnaður 7,8% 9,8% 10,7% 10,9%
Veitustarfsemi 0,9% 1,4% 0,8% 1,0%
Mannvirkjagerð 6,3% 8,2% 6,1% 6,8%
Verslun og viðgerðarþjónusta 8,9% 9,8% 15,0% 13,6%
Hótel og veitingahúsarekstur 3,0% 2,5% 4,2% 3,6%
Samgöngur og flutningar 5,4% 4,7% 7,0% 6,8%
Fjármálaþjónusta 2,0% 2,8% 4,6% 3,8%
Fasteigna- og viðskiptaþjónusta 3,6% 4,6% 11,7% 7,7%
Opinber stjórnsýsla 8,7% 4,2% 5,7% 6,9%
Fræðslustarfsemi 5,4% 7,4% 8,0% 7,0%
Heilbrigðis- og félagsþjónusta 11,2% 14,7% 16,4% 14,8%
Önnur starfsemi ótilgreint 5,7% 5,3% 7,5% 6,9%

Heimild:  Hagstofa Íslands.

Forsendur fyrir vali á vísi

Mikilvægt er að viðhalda og auka fjölbreytni atvinnulífsins á áhrifasvæðum álvers og virkjunar.  Fjölbreytt atvinnulíf, sem þarf ekki að treysta of mikið á eina atvinnugrein, er stöðugra til lengri tíma litið en einhæft atvinnulíf. Fylgst verður með atvinnu sem tengist framkvæmdum með beinum hætti en einnig í öðrum greinum sem verða fyrir áhrifum af byggingu virkjunar og álvers. Hlutfall vinnuafls Fjarðaáls og Landsvirkjunar á Austurlandi verður mælt til að meta að hve miklu leyti atvinnulífið byggir á störfum hjá þessum fyrirtækjum.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005