Fara í efni

Framvinda

 
Sjálfbærni.is

Mynd 1.  Tíðni umferðarslysa (slys/milljón ekna kílómetra) á völdum leiðum á Austurlandi.

 
Sjálfbærni.is

Mynd 2. Umferðarslys á leiðinni Egilsstaðir - Reyðarfjörður 2002-2022.

 
Sjálfbærni.is

Mynd 3. Umferðarslys á leiðinni Reyðarfjörður - Fáskrúðsfjörður. Fáskrúðsfjarðargöng voru tekin í notkun 9. september 2005 tölur fyrir árin 2002 - 2004 eiga því við um leiðina um Vattarnes.

 
Sjálfbærni.is

Mynd 4. Umferðarslys á leiðinni Egilsstaðir - Hallormsstaður 2002-2022. 

 
Sjálfbærni.is

Mynd 5. Umferðarslys á leiðinni Reyðarfjörður - Neskaupstaður. Norðfjarðargöng voru tekin í notkun í nóvember 2017. Tölur fyrir árin 2002- 2016 eiga við um Oddskarðsveg. 

Uppfært:  13. febrúar 2024
Heimild: Vegagerðin (2024)

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Slysatíðni á fjölda ekinna kílómetra á eftirtöldum leiðum (áhrif framkvæmda:  afleidd).

  • Egilsstaðir - Reyðarfjörður
  • Fáskrúðsfjörður - Reyðarfjörður
  • Egilsstaðir - Hallormsstaðaskógur
  • Reyðarfjörður - Norðfjörður.
Áætlun um vöktun

Upplýsingar eru sóttar árlega til Vegagerðarinnar,  sem safnar upplýsingum jafnóðum og birtir á heimasíðu sinni.

Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 8. maí 2018 var eftirfarandi breyting á vísi samþykkt:

Tafla 1. Breytingar á vísi samþykktar á ársfundi 2018
Texti fyrir breytingu Texti eftir breytingu

Slysatíðni á fjölda ekinna kílómetra á eftirtöldum leiðum:

  • Egilsstaðir - Reyðarfjörður
  • Fáskrúðsfjörður - Reyðarfjörður
  • Egilsstaðir - Hallormsstaðaskógur

Slysatíðni á fjölda ekinna kílómetra á eftirtöldum leiðum:

  • Egilsstaðir - Reyðarfjörður
  • Fáskrúðsfjörður - Reyðarfjörður
  • Egilsstaðir - Hallormsstaðaskógur
  • Reyðarfjörður - Norðfjörður

Rökstuðningur breytinga:  Neskaupstaður og Eskifjörður eru innan atvinnusóknarsvæðis álversins og því eðlilegt að mælingar á slysatíðni innifeli þessa leið.


Þessi vísir var upphaflega númer 8.1 og var þá hluta af vísinum Öryggi íbúa. Umfjöllun um hann má finna undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 2. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 1.5.2 Umferðaslys
2007 1.18b Samfélagsleg velferð

Grunnástand

Tafla 3. Slysatíðni á fjölda ekinna kílómetra á tímabilinu 2000 - 2002
Leið Slysatíðni (slys/milljón ekna kílómetra)
Egilsstaðir - Reyðarfjörður 0,9
Reyðarfjörður - Fáskrúðsfjörður 4,9
Egilsstaðir - Hallormsstaðaskógur 0,4

Forsendur fyrir vali á vísi

Bygging og rekstur Fljótsdalsstöðvar og Fjarðaáls mun leiða til aukinnar umferðar á áhrifasvæði framkvæmdanna bæði vegna starfsmanna sem aka til vinnu en einnig vegna flutninga á vörum, tækjum og búnaði sem tengjast byggingu og rekstri virkjunar og álvers.  Með því að fylgjast með slysatíðni á völdum vegarköflum er hægt að fylgjast með breytingum á slysatíðni og grípa til ráðstafana um úrbætur ef nauðsyn krefur.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005

Ítarefni

Á slysakorti Samgöngustofu má sjá staðsetningar á umferðaróhöppum á Íslandi flokkuð eftir tegund.

Sjálfbærni.is
Sjálfbærni.is
Sjálfbærni.is