Skip to content

LV-2016-064 Gróðurvöktun í Kringilsárrana

More info
Title LV-2016-064 Gróðurvöktun í Kringilsárrana
Subtitle Samanburður á samsetningu og þekju gróðurs árin 2006 og 2015
Description

Náttúrustofa Austurlands vaktar ástand gróðurs í rannsóknareitum á Snæfellsöræfum vegna hugsanlegra áhrifa Kárahnjúkavirkjunar, einkum Hálslóns. Rannsóknarreitir eru í
Kringilsárrana (14), á Vesturöræfum (28) og á Fljótsdalsheiði (30). Meginmarkmiðið er að kanna langtímabreytingar á gróðri.
Verkefnið hófst í Kringilsárrana árið 2006, sama ár og byrjað var að safna vatni í Hálslón. Árið 2006 var ástand gróðurs í reitum þar metið og árið 2015 voru reitirnir heimsóttir
aftur og sams konar ástandsmat framkvæmt. Einnig voru breytingar á gróðurstuðli (NDVI) frá 2000 til 2015 skoðaðar til þess að athuga hvort einhverjar vísbendingar væru um
breytingar á grósku og þekju gróðurs á tímabilinu. Samkvæmt niðurstöðum hafði fjarlægð frá Hálslóni ekki marktæk áhrif á gróðursamsetningu. Ekki var heldur að sjá neinar
augljósar breytingar eða þróun gróðurstuðulsins síðustu 15 árin. Merki um mikla beit var að finna á svæðinu, gróður var víða nauðbitinn og gæsaskítur í sverði mjög áberandi.
Meðalþekja grasa minnkaði úr 7,6% árið 2006 niður í 2% árið 2015. Meðalþekja byrkninga og flétta minnkaði einnig milli ára en þekja mosa jókst. Víða í Rananum var meiri raki í
jörð árið 2015 en árið 2006 og í einum reitnum var ekki hægt að framkvæma ástandsmat þar sem reiturinn var alveg undir vatni. Meiri úrkoma var sumarið 2015 heldur en sumarið 2006. Ekki er ljóst hvað olli þeim breytingum sem orðið hafa á gróðri frá 2006 milli ára.
Áfram þarf að fylgjast með þróun vistkerfisins í Kringilsárrana.

File
Download file
Authors
Name Guðrún Óskarsdóttir
Name Náttúrustofa Austurlands
Taxonomy
Category Gróður
Year 2016
Publisher Landsvirkjun
Keywords Gróðurvöktun, Kringilsárrani, Snæfellsöræfi, Hálslón, gróður, gróðurstuðull, NDVI, gróðursamsetning, tegundasamsetning, gróðurfar, þróun vistkerfis.