Skip to content

LV-2015/130 - Burðarsvæði Snæfellshjarðar 2005-2013 -

More info
Title LV-2015/130 - Burðarsvæði Snæfellshjarðar 2005-2013 -
Subtitle Mat á áhrifum virkjunar
Description Dreifing hreinkúa í Snæfellshjörð var kortlögð á burðartíma 2005-2013. Tilgangurinn var að bæta þekkingu á háttum þeirra og kanna hvort virkjun hefði áhrif á þær. Ólík snjóalög voru talin skýra breytileika í dreifingu milli ára í flestum tilfellum. Lítil skörun dreifingar árin 2007 (33%) og 2008 (27%) við dreifingu ársins á undan var afturámóti talin afleiðing framkvæmda. Færri kýr komu inn á burðarsvæðin eftir 2009. Álitið var að hluti Snæfellskúa hafi þá borið á aðliggjandi veiðisvæðum. Það leiddi til hækkunar kvóta á þeim svæðum og því óbeint til fækkunar Snæfellshjarðar. Athuga mætti hvort kýr sem hættu að bera á burðarsvæðum Snæfellshjarðar muni bera þar aftur þegar frá líður framkvæmdum. Í árum þegar mikil snjóalög þrengja að kúnum eru framkvæmdir á burðarsvæðum líklegastar til að hafa mest áhrif. Fremur snjóþungt var 2008 og 2009
File
Download file
Authors
Name Rán Þórarinsdóttir
Name Kristín Ágústsdóttir
Taxonomy
Category Hreindýr
Year 2015
Publisher Landsvirkjun
Keywords Hreindýr,hreinkýr, burður , miðburður, dreifing dýra, frjósemi, kálfahlutfall, burðarsvæði, Snæfellsöræfi.