LV-2016/058 - Kortlagning burðarsvæða hreindýra á áhrifasvæðum Kárahnjúkavirkjunar vorið 2014
More info |
Title |
LV-2016/058 - Kortlagning burðarsvæða hreindýra á áhrifasvæðum Kárahnjúkavirkjunar vorið 2014 |
Description |
Vorið 2014 voru burðarsvæði Snæfellshjarðar skoðuð í tíunda sinn frá því
að verkefnið hófst 2005. Markmiðið var að kanna hvort og þá hvernig
virkjunarframkvæmdir höfðu áhrif á burð hreindýra og val þeirra á burðarsvæðum. Skoðuð voru; Kringilsárrani, Sauðárrani, Brúaröræfi, Jökuldalsheiði, Vesturöræfi, Innri hluti Fljótsdalsheiðar, Undir Fellum, Múli, Suðurfell, og Austurheiðar. Nú fundust 141 kýr á veiðisvæði 1 (84% með kálfi) og
212 kýr á veiðisvæði 2 (58% með kálfi) dagana 20. og 22. maí 2014. Alls
353 kýr. Mikill snjór var á talningarsvæðum. Einungis var talið úr flugvél að
þessu sinni. Kýr Fljótsdalshjarðar héldu mest til í dalbotnum og heiðarbrúnum en kýr Norðurheiðahjarðar voru dreifðar um Brúaröræfi og
Jökuldalsheiði. |
File |
|
Authors |
Name |
Elín Guðmundsdóttir |
Name |
Rán Þórarinsdóttir |
Taxonomy |
Category |
Hreindýr |
Year |
2016 |
Publisher |
Landsvirkjun |
Keywords |
Hreindýr,hreinkýr, burður , miðburður, dreifing
dýra, kálfahlutfall, burðarsvæði, Snæfellshjörð |