Skip to content

LV-2010-123 - Grugg og gegnsæi í Lagarfljóti fyrir og eftir gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar

More info
Title LV-2010-123 - Grugg og gegnsæi í Lagarfljóti fyrir og eftir gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar
Description

Aðeins liggja fyrir niðurstöður mælinga í tvö sumur frá því að virkjunin var tekin í notkun. Sumarið 2008 var Jökulsárveita ekki komin í gagnið en rekstrarfyrirkomulag virkjunarinnar 2009 var eins og búast má við í framtíðinni. Fyrir virkjun, 2003 og 2004 var aurstyrkur yfir sumarið á bilinu 30 til 50 mg/l, heldur lægri á vorin (20-30mg/l). Þetta eru nokkuð dæmigerð gildi fyrir aurstyrk fyrir virkjun. Gegnsæi (T-1%) vantsins reiknast tíðast 100-120cm, en getur verið nokkru hærri á vorin. Eftir virkjun er aurstyrkur tíðast um 100mg/l yfir sumarið, heldur lægri 2008 áður en virkjunin var komin í fullan rekstur.

File
Download file
Authors
Name Hákon Aðalsteinsson
Taxonomy
Category Vatnabúskapur
Year 2010
Publisher Landsvirkjun
Keywords aurstyrkur, grugg, rýni, gegnsæi, Kárahnjúkavirkjun, Lagarfljót