Skip to content

LV-2018/081 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns.

More info
Title LV-2018/081 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns.
Subtitle Áfangaskýrsla 2018
Description

Landgræðslan hefur séð um vöktun og mælingar á áfoki við austurströnd Hálslóns og í norðurhluta Kringilsárrana frá 2014 að beiðni Landsvirkjunar. Eftirlitsferð var farin í byrjun júlí 2018 þar sem mælireitir voru ljósmyndaðir, útbreiðsla áfoks mæld og mælibúnaður sjálfvirkra mælitækja yfirfarinn. Talsvert áfok mældist við austurströnd Hálslóns og náði það yfir stærrasvæði en áður, bæði við Lindabungu þar sem áfokssvæðið mældist um 5,8 ha og við Kofaöldu þar sem útbreiðslan var um 8,4 ha. Í Kringilsárrana var áfok almennt heldur minna en síðustu ár og niðurstöður frá sjálfvirku mælistöðvunum sýndu einnig fram á lítið sem ekkert áfok. Töluverðar breytingar hafa þó orðið vegna landbrots, bæði við áfoksgeirann sunnan Hrauka þar sem 15 mælireitir höfðu horfið frá 2017 og nyrst í Kringilsárrana þar sem tveir mælireitir voru horfnir og hluti af eldri áfokssvæðum. Þar eru þó einnig nokkur ný áfokssvæði við fokgirðingarnar þar sem fokuppspretturnar hafa færst nær með auknu landbroti.

File
Download file
Authors
Name Ágústa Helgadóttir
Name Elín Fjóla Þórarinsdóttir
Name Guðrún Schmidt
Name Þorsteinn Kristinsson
Taxonomy
Category Áfok við strönd Hálslóns
Year 2018
Publisher Landsvirkjun
Keywords Hálslón, Kringilsárrani, áfok, mælingar á áfoki, vöktun með ljósmyndum, áfoksgeirar, sjálfvirkar mælistöðvar með Sensit kornateljurum, landbrot, fokgirðingar