Skip to content

LV-2012-069 Kringilsárrani

More info
Title LV-2012-069 Kringilsárrani
Subtitle Rannsóknir á gróðurbreytingum með samanburði gervitunglamynda frá 2002 og 2010
Description

Breytingar á ástandi gróðurs í Kringilsárrana voru kortlagðar með samanburði á gervitunglamyndum sem teknar voru með 8 ára millibili.  SPOT-5 myndir frá 2002 og 2010 voru notaðar og aðferðin sem beitt var fólst í að reikna út s.k. gróðurstuðul fyrir hvora mynd um sig og draga síðan gróðurstuðulinn 2002 frá gróðurstuðlinum 2010.

Niðurstaðan gefur vísbendingar um að gróður í Kringilsárrana sé almennt í nokkurri framför.  Engin örugg merki eru um að ástand gróðurlendisins hafi versnað.  Aftur á móti er land augljóslega að gróa upp á nokkrum afmörkuðum stöðum eða blettum þar sem aðstæður eru væntanlega tiltölulega hagstæðar þ.e. í dældum þar sem er nokkuð skjól og hærri grunnvatnsstaða en almennt er.  Engin merki eru um að sandfok úr lónsstæði Hálslóns hafi kaffært gróður á eða við lónsbakkana og engar vísbendingar sjást heldur um alvarlegan uppblástur á svæðinu.

File
Download file
Authors
Name Kolbeinn Árnason
Taxonomy
Category Gróður
Year 2012
Publisher Landsvirkjun
Keywords Gróðurframvinda í Kringilsárrana, SPOT-5, gervitunglamyndir, Gróðurstuðull (Normalised Difference Vegetation Index), samanburður á SPOT-5 myndum frá 2002 og 2010.