Fara í efni

Framvinda

 
Sjálfbærni.is

Mynd 1.  Hlutfall karla og kvenna í störfum hjá Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun samanborið við kynjahlutföll í sambærilegum störfum á Íslandi. ATH! Landsvirkjun flokkar þau sem áður flokkuðust í þjónustustörf og vélgæslu sem ósérhæft starfsfólk, en tæknar og sérmenntað fólk er flokkað með sérfræðingum.

 
Sjálfbærni.is

Mynd 2.  Kynjahlutföll starfsmanna Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar samanborið við kynjahlutföll á landsvísu.

Hér má skoða töflu með niðurstöðum áranna 2007 - 2023.

Uppfært: 4. júní 2024
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2007 -2024), Landsvirkjun (2007 - 2024) og Hagstofa Íslands (2024)

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Hlutfall karla og kvenna í störfum hjá Fjarðaáli og Landsvirkjun í samanburði við kynjahlutföll í sambærilegum störfum á landsvísu (Áhrif framkvæmda bein)  Mælingar eru byggðar á starfaflokkun ÍSTARF95):

 • Stjórnendur (ÍSTARF 12 - 13)
 • Sérfræðingar (ÍSTARF 2)
 • Verkfræðingar (ÍSTARF 2142 - 2147)
 • Tæknar og sérmenntað starfsfólk (ÍSTARF 3)
 • Skrifstofustörf (ÍSTARF 4)
 • Þjónustu-, sölu- og verslunarstörf (ÍSTARF 5)
 • Iðnaðarmenn (ÍSTARF 7)
 • Véla- og vélgæslufólk (ÍSTARF 8)
 • Ósérhæft starfsfólk (ÍSTARF 9)
Áætlun um vöktun

Upplýsingum fyrir byggingartíma var safnað í mánaðarlegum skýrslum verktaka til Landsvirkjunar og árlegum skýrslum verktaka til Fjarðaáls. Starfsmannasvið Landsvirkjunar og Fjarðaáls safna upplýsingum á rekstrartíma. Upplýsingum verður safnað árlega.

Markmið

Hlutfall karla og kvenna í störfum hjá:

 • Landsvirkjun: 60% karlar og 40% konur árið 2021
 • Fjarðaáli: 50% karlar og 50% konur árið 2025
Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Fyrirtækin hafa stefnur í starfsmannamálum  

Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 30. apríl 2019 var eftirfarandi breyting á markmiðum samþykkt.

Tafla 1. Breytingar á vísi samþykktar á ársfundi 2019
Texti fyrir breytingu Texti eftir breytingu
Hlutfall karla og kvenna í störfum hjá:
 • Landsvirkjun: 60% karlar og 40% konur árið 2015
 • Fjarðaál: 50% karlar og 50% konur árið 2015
Hlutfall karla og kvenna í störfum hjá:
 • Landsvirkjun: 60% karlar og 40% konur árið 2021
 • Fjarðaál: 50% karlar og 50% konur árið 2025

Rökstuðningur breytinga: Uppfærð markmið í jafnréttisstefnu fyrirtækjanna.


Þessi vísir var upphaflega númer 2.1 . Þá hét hann Kynjahlutfall starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 2. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 4.1.4 Kynjahlutföll
2007 1.1a Kynjahlutfall í vinnuafli

Grunnástand

Sjálfbærni.is
Mynd 3. Hlutfall karla og kvenna í störfum hjá Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun  á árinu 2007 samanborið við kynjahlutföll í sambærilegum störfum á Íslandi. 

Forsendur fyrir vali á vísi

Þessi ví­sir á að fylgjast með jafnvægi kynjanna á vinnumarkaði. Aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins hefur leitt til fólksfækkunar á Austurlandi, þar sem fjölbreyttari mennta- og atvinnutækifæri á suðvesturhorninu hafa dregið að sér ungt fólk frá svæðinu. Við þetta bætist að konur hafa ekki átt um marga kosti að velja á vinnumarkaði þar sem aðaláherslan er á hefðbundnar karlagreinar s.s. sjómennsku og landbúnað. Ójafnvægi í kynjahlutföllum á vinnumarkaði getur haft áhrif á samfélagslegan stöðugleika. Framkvæmdirnar á Austurlandi og tilkoma Fjarðaáls mun hugsanlega snúa við þessari þróun og leiða til þess að fólk mun flytja til Austurlands vegna atvinnutækifæra fremur en að flytja burt.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005

Ítarefni

4.1.4 Kynjahlutfall - Samantekt 2007-2023

4.1.4 Kynjahlutfall - Samantekt 2007-2023

2024

Samantekt á kynjahlutföllum Alcoa Fjarðaáls, Landsvirkjunar og Íslands  borið saman.

Hlutfall karla og kvenna í störfum hjá Fjarðaáli og Landsvirkjun í samanburði við kynjahlutföll í sambærilegum störfum á landsvísu (Áhrif framkvæmda bein) Mælingar eru byggðar á starfaflokkun ÍSTARF95):

 • Stjórnendur (ÍSTARF 12 - 13)
 • Sérfræðingar (ÍSTARF 2)
 • Verkfræðingar (ÍSTARF 2142 - 2147)
 • Tæknar og sérmenntað starfsfólk (ÍSTARF 3)
 • Skrifstofustörf (ÍSTARF 4)
 • Þjónustu-, sölu- og verslunarstörf (ÍSTARF 5)
 • Iðnaðarmenn (ÍSTARF 7)
 • Véla- og vélgæslufólk (ÍSTARF 8)
 • Ósérhæft starfsfólk (ÍSTARF 9)

ÍSTARF95 Íslensk starfaflokkun með skýringum og dæmum.