Samráðshópur
Samráðshóp Landsvirkjunar og Alcoa um sjálfbæra þróun á Austurlandi var komið á fót snemma sumars árið 2004. Markmið hópsins var að móta ramma sem hægt væri að meta áhrif álvers Fjarðaáls og Kárahnjúkavirkjunar gagnvart hugtökum sjálfbærrar þróunar.
Hlutverk hópsins var:
- Að greina þau málefni sem hvert og eitt í hópnum taldi mikilvægt að fylgjast með til framtíðar.
- Að þróa vísa (indicatiors).
- Að finna hugsanlega mælikvarða til að mæla áhrif af starfsemi fyrirtækjanna á sjálfbæra þróun á Austurlandi.
Samsetning hópsins:
Fulltrúar Landsvirkjunar og Alcoa settu saman lista yfir stofnanir, samtök og fyrirtæki sem boðið var að skipa fulltrúa í hópinn. Hópurinn var skipaður fulltrúum ýmissa aðila sem áttu hagsmuna að gæta á áhrifasvæði virkjunar og álvers, svo og sérfræðingum í efnahags-, félags- og umhverfismálum. Hópurinn hittist fjórum sinnum, auk þess sem þátttakendur unnu milli funda með sínum samstarfsaðilum (félagasamtökum, fyrirtækjum eða stofnunum) að tillögum og rýndu gögn. Í töflunni hér að neðan má sjá lista yfir þátttakendur í samráðshópnum ásamt upplýsingum um hvaða stofnanir, fyrirtæki eða félög þeir eru fulltrúar fyrir.
Kostir við þátttöku:
Þau samtök sem tóku þátt í verkefninu sáu sér hag í því, m.a. af eftirtöldum ástæðum:
- Að koma hugmyndum og athugasemdum á framfæri.
- Að hafa aðgang að upplýsingum um verkefnin, áhrif þeirra og afleiðingar.
- Að hafa tækifæri til að fylgjast með framgangi verkefnanna.
- Að hafa tækifæri til að koma áhyggjuefnum á framfæri og móta vísa sem þau varðar.
- Einstakt tækifæri til að taka þátt í íslensku verkefni um sjálfbæra þróun sem er alþjóðlega áhugavert.
- Að kynnast vinnu sem fellur að stefnu íslenskra stjórnvalda og alþjóðlegri hugmyndafræði um sjálfbæra þróun.
Listi yfir þátttakendur í samráðshópnum:
| Nafn | Stofnun, fyrirtæki eða félag |
|---|---|
| Andrés Svanbjörnsson | Iðnaðarráðuneytið |
| Anita Roper | Alcoa |
| Anna Heiða Pálsdóttir | Alcoa Fjarðaál |
| Arngrímur Viðar Ásgeirsson | Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (ÚÍA) |
| Assheton Stewart Carter | Conservation International / Center for Environmental Leadership in Business |
| Auður Anna Ingólfsdóttir | Samtök ferðaþjónustunnar |
| Björgólfur Thorsteinsson | Landvernd |
| Craig Bridge | Bechtel |
| Davíð Baldursson | Þjóðkirkjan - áhrifasvæði álvers |
| Einar Rafn Haraldsson | Heilbrigðisstofnun Austurlands |
| Grétar Þór Eyþórsson | Háskólinn á Akureyri |
| Guðmundur A. Guðmundsson | Náttúrufræðistofnun Íslands |
| Gunnþórunn Ingólfsdóttir | Fljótsdalshreppur |
| Halla Eiríksdóttir | Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST) |
| Hildur B. Hrólfsdóttir | Landsvirkjun |
| Hrönn Pétursdóttir | Alcoa Fjarðaál |
| Hugi Ólafsson | Umhverfisráðuneytið |
| Inger L. Jónsdóttir | Sýslumannsembættið í Fjarðabyggð |
| Jón Ingi Kristjánsson | AFL |
| Kristín Ágústsdóttir | Náttúrustofa Austurlands |
| Lára G. Oddsdóttir | Þjóðkirkjan - áhrifasvæði virkjunar |
| Eiríkur Björn Björgvinsson | Fljótsdalshérað (Egilsstaðir) |
| Patrick Grover | Alcoa |
| Pálína Guðmundsdóttir | Verkmenntaskóli Austurlands |
| Jón Þór Sturluson | Háskóli Íslands |
| Pétur Ingólfsson | Landsvirkjun |
| Ragnheiður Ólafsdóttir | Landsvirkjun |
| Róbert Ragnarsson | Félagsmálaráðuneytið |
| Signý Ormarsdóttir | Menningarráð Austurlands |
| Sigurður Ólafsson | Þekkingarnet Austurlands |
| Sigurður St. Arnalds | Landsvirkjun |
| Smári Geirsson | Fjarðabyggð |
| Stefán Stefánsson | Þróunarstofa Austurlands |
| Tómas Már Sigurðsson | Alcoa Fjarðaál |
| Þorvaldur Jóhannsson | SSA |