Fara í efni

Samráðshópur

Samráðshóp Landsvirkjunar og Alcoa um sjálfbæra þróun á Austurlandi var komið á fót snemma sumars árið 2004. Markmið hópsins var að móta ramma sem hægt væri að meta áhrif álvers Fjarðaáls og Kárahnjúkavirkjunar gagnvart hugtökum sjálfbærrar þróunar.

Hlutverk hópsins var:

  • Að greina þau málefni sem hvert og eitt í hópnum taldi mikilvægt að fylgjast með til framtíðar.
  • Að þróa vísa (indicatiors).
  • Að finna hugsanlega mælikvarða til að mæla áhrif af starfsemi fyrirtækjanna á sjálfbæra þróun á Austurlandi.

Samsetning hópsins:

Fulltrúar Landsvirkjunar og Alcoa settu saman lista yfir stofnanir, samtök og fyrirtæki sem boðið var að skipa fulltrúa í hópinn. Hópurinn var skipaður fulltrúum ýmissa aðila sem áttu hagsmuna að gæta á áhrifasvæði virkjunar og álvers, svo og sérfræðingum í efnahags-, félags- og umhverfismálum. Hópurinn hittist fjórum sinnum, auk þess sem þátttakendur unnu milli funda með sínum samstarfsaðilum (félagasamtökum, fyrirtækjum eða stofnunum) að tillögum og rýndu gögn. Í töflunni hér að neðan má sjá lista yfir þátttakendur í samráðshópnum ásamt upplýsingum um hvaða stofnanir, fyrirtæki eða félög þeir eru fulltrúar fyrir.

Kostir við þátttöku:

Þau samtök sem tóku þátt í verkefninu sáu sér hag í því, m.a. af eftirtöldum ástæðum:

  • Að koma hugmyndum og athugasemdum á framfæri.
  • Að hafa aðgang að upplýsingum um verkefnin, áhrif þeirra og afleiðingar.
  • Að hafa tækifæri til að fylgjast með framgangi verkefnanna.
  • Að hafa tækifæri til að koma áhyggjuefnum á framfæri og móta vísa sem þau varðar.
  • Einstakt tækifæri til að taka þátt í íslensku verkefni um sjálfbæra þróun sem er alþjóðlega áhugavert.
  • Að kynnast vinnu sem fellur að stefnu íslenskra stjórnvalda og alþjóðlegri hugmyndafræði um sjálfbæra þróun.

Listi yfir þátttakendur í samráðshópnum:

Nafn Stofnun, fyrirtæki eða félag
Andrés Svanbjörnsson Iðnaðarráðuneytið
Anita Roper Alcoa
Anna Heiða Pálsdóttir Alcoa Fjarðaál
Arngrímur Viðar Ásgeirsson Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (ÚÍA)
Assheton Stewart Carter Conservation International / Center for Environmental Leadership in Business
Auður Anna Ingólfsdóttir Samtök ferðaþjónustunnar
Björgólfur Thorsteinsson Landvernd
Craig Bridge Bechtel
Davíð Baldursson Þjóðkirkjan - áhrifasvæði álvers
Einar Rafn Haraldsson Heilbrigðisstofnun Austurlands
Grétar Þór Eyþórsson Háskólinn á Akureyri
Guðmundur A. Guðmundsson Náttúrufræðistofnun Íslands
Gunnþórunn Ingólfsdóttir Fljótsdalshreppur
Halla Eiríksdóttir Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST)
Hildur B. Hrólfsdóttir Landsvirkjun
Hrönn Pétursdóttir Alcoa Fjarðaál
Hugi Ólafsson Umhverfisráðuneytið
Inger L. Jónsdóttir Sýslumannsembættið í Fjarðabyggð
Jón Ingi Kristjánsson AFL
Kristín Ágústsdóttir Náttúrustofa Austurlands
Lára G. Oddsdóttir Þjóðkirkjan - áhrifasvæði virkjunar
Eiríkur Björn Björgvinsson Fljótsdalshérað (Egilsstaðir)
Patrick Grover Alcoa
Pálína Guðmundsdóttir Verkmenntaskóli Austurlands
Jón Þór Sturluson Háskóli Íslands
Pétur Ingólfsson Landsvirkjun
Ragnheiður Ólafsdóttir Landsvirkjun
Róbert Ragnarsson Félagsmálaráðuneytið
Signý Ormarsdóttir Menningarráð Austurlands
Sigurður Ólafsson Þekkingarnet Austurlands
Sigurður St. Arnalds Landsvirkjun
Smári Geirsson Fjarðabyggð
Stefán Stefánsson Þróunarstofa Austurlands
Tómas Már Sigurðsson Alcoa Fjarðaál
Þorvaldur Jóhannsson SSA