Fara í efni

Ársfundur 2022 - Húsnæðismál á Austurlandi

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins 2022 var haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum miðvikudaginn 27. apríl kl. 10:00-14:00

Mynd 1. Ársfundur 2022

Þema fundarins Húsnæðismál á Austurlandi. Á fundinum fóru sérfræðingar frá Samtökum Iðnaðarins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Héraðsverk, Fasteignasölunni INNI, Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun yfir stöðuna í húsnæðismálum á Austurlandi frá hinum ýmsu sjónarhornum.

Fundarstjóri: Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdarstjóri Austurbrúar.


Dagskrá

  • 10:00 Setning og ávarp, Einar Már Sigurðarson, formaður stjórnar Austurbrúar og SSA.
  • 10:15 Húsnæðismál á Austurlandi - Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum Iðnarðarins.
  • 10:40 Staða og horfur á íbúðamarkaði á AusturlandiKári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
  • 11:00 Fasteignamarkaðurinn á AusturlandiSigurður Magnússon, lögg. fasteignasali hjá Inni fasteignasölu 
  • 11:20 Sjálfbærniverkefni - Ársfundarstörf
  • 11:30 Hádegisverður
  • 12:30 Húsnæðismál á Austurlandi - Hafliði Hörður Hafliðason, framkvæmdastjóri hjá Héraðsverk
  • 12:45 Húsnæðismál á Austurlandi - Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaál
  • 13:00 Samfélagsframlag Landsvirkjunar - Ólafur A. Jónsson, forstöðumaður, nærsamfélags og græns reksturs hjá Landsvirkjun
  • 13:15 Pallborð
    • Eydís Ásbjörnsdóttir - Fjarðabyggð
    • Hafliði H. Hafliðason - Hérðasverk
    • Jóhanna Klara Sveinsdóttir - Samtök Iðnaðarins
    • Kári S. Friðriksson - Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
    • Stefán Bogi Sveinsson - Múlaþing.
  • 14:00 Fundarslit

Samantekt

Þátttakendur á ársfundinum voru tæplega 70. Hægt er að horfa á upptöku af fundinum hér fyrir neðan.

 

Setning fundar

Einar Már Sigurðarson flutti upphafsávarp og setti fundinn. Hann talaði meðal annars um hvað húsnæðismálin væru mikilvæg í samfélaginu núna og að það þyrfti að spyrja sig hverjar eru lausnirnar á vandanum sem blasir við. Hann fagnaði fjölbreyttum fyrirlesurum á dagskrá. Hann talaði einnig um að Austurland gæti verið stolt af ýmsu, þar væru tækifæri og mikilvægt væri að skiptast á skoðunum og ná samstöðu um mikilvæg hagsmunamál Austurlands.

Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum Iðnarðarins. - Glærur

Jóhanna fór m.a. yfir mat á stöðu húsnæðismála og talningu samtaka iðnaðarins á íbúðum og nefndi hvernig húsnæðismál og húsnæðisverð hafa áhrif á atvinnulífið. Talið hefur verið á Höfðuðborgarsvæði og Norðurlandi eystra. HMS er að þróa mannvirkjaskrá sem vonandi skilar betra stöðumati á hverjum tíma. Misræmi hefur verið tölum frá ólíkum aðilum sem veldur vandræðum. Farið var yfir fjölda íbúða í byggingu á landinu öllu. Alltaf miklar sveiflur á íbúðamarkaðinum. Nú um tíma hefur eftirspurn verið mun meiri en framboð. Varðandi stöðuna á Austurlandi kom fram að það væru 42 íbúðir í byggingu á Austurlandi og er þá eru taldar íbúðir sem ekki er flutt inn í enn. Sýnileg er aukinn áhugi á byggðarlögum í nágrenni Höfuðborgarsvæðis þar sem hefur ríkt mikil eftirspurn eftir húsnæði og eru t.d. Árborg og Ölfus dæmi um byggðarlög þar sem mikil eftirspurn er eftir húsnæði. Nú lítur staðan þannig út að of fáar íbúðir koma inn á markað á landsvísu 2022 en áætluð þörf er fyrir. Nokkru fleiri eða rúmlega 3000 íbúðir koma inn á árinu 2023 sem nær áætlaðri árlegri þörf. Jóhanna sagði að mikilvægt væri að byggja stöðugt og að árlega kæmi inn nægilegur fjöldi nýrra íbúða til að dekka mæta áætlaðir þörf.

Varðandi húsnæði á Austurlandi fór hún yfir að fermetraverð á Austurlandi er enn að meðaltali undir byggingarkostnaði á fermetra sem er áhyggjuefni varðandi það að geta selt nýbyggingar. Jóhanna kom inn á regluverkið og húsnæðisstefnu og mikilvægi þess að vera með nýsköpun í húsnæðismálum og finna nýjar lausnir til að örva nýbyggingar. Hvert svæði þarf að huga að því að vera með réttar tölur og réttar forsendur varðandi hvata til byggingar á íbúðarhúsnæði. Hún ræddi um möguleika á tímabundnu húsnæði fyrir fólk sem dvelur t.d. vegan vinnu tímabundið. Það eru til úrræði sem ekki eru notuð hér sem hugsanlega mætti skoða. Jóhanna sagði að húsnæðismálin tilheyrðu mörgum ráðuneytum og svo sveitarfélögunum. Ábyrgð er því oft óskýr eða enginn á hvernig bregðast skal við vanda á húsnæðismarkaði. Jóhanna fjallaði einnig um ,,gamaldags´´ ferla varðandi leyfisveitingar og langa afgreiðslutíma. Að lokum var komið inn á hvað góðir innviðir skipta miklu máli fyrir hvar fólk vill búa.

Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - Glærur

Framboð íbúða til sölu á Austurlandi hefur dregist mikið saman að undanförnu eins og annarsstaðar á landinu. Miklar sveiflur eru á fasteignaverði milli byggðakjarna og einstakra sala á Austurlandi en verðið hefur hækkar töluvert. Gríðarleg eftirspurn er ástæða þess hvernig húsnæðismarkaður er núna. Einungis 3% af íbúum á Austurlandi hafa komið inn á markaðinn eftir 2010.

Í mannfjöldaspá fyrir landið núna er gert ráð fyrir meiri fjölgun en áður og því hefur spá um þörf fyrir fjölda íbúða einnig hækkað. Íbúðaþörf þarf fyrir utan fjölgun landsmanna einnig að taka mið af breyttu fjölskyldumynstri, færri búa í hverri íbúð. Nú er gert ráð fyrir að byggja þurfi 3500 – 4000 á landinu íbúðir á ári til 2026 sem er mun meira en verið hefur síðustu árin. Íbúðaþörf og eftirspurn er ekki það sama. Eftirspurn sveiflast eftir aðstæðum t.d. í hagkerfinu.

Á Austurlandi eru þrjú sveitarfélög með húsnæðisáætlun. Gert er ráð fyrir að byggja þurfi 101 íbúð á Austurlandi til 2026 og ljóst að byggja þarf meira en gert hefur verið á undanförnum árum. Munur milli byggingarkostnaðar og söluverðs er ekki alltaf óhagstæður á Austurlandi eins og líkön gefa til kynna og vinna þarf betri upplýsingar um það til að draga fram rétta mynd af því fyrir hvern byggðakjarna.

Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali hjá Inni fasteignasölu

Sigurður talaði um ófremdarástand í húsnæðismálum á Austurlandi. Eftirspurn er umfram framboð. Lækkun vaxta kom af stað aukinni eftirspurn, fyrstu kaupendum hefur fjölgað og fleira. Í tvö ár á undan þessari vaxtalækkun var raunar komin ákveðin sigling á fasteignamarkaðinn en vaxtalækkun hraðaði þróuninni. Á Síðustu 4 árum hefur framboð fasteignum á Austurlandi hrunið úr því að vera um 50 eignir á hverjum tíma niður í 0-10. Allar góðar fasteignir fara mjög hratt. Verðhækkanir hér hafa orðið í stökkum og dæmi um 20% hækkun á fasteign á 5 mánuðum.

Sigurður velti upp spurningunni hvernig við getum aukið framboðið? Það þarf að byggja meira. Byggingarkostnaður er nú ekki lengur hærri en verð a.m.k. ekki alls staðar svo það er hægt að byggja. Á stærstu þéttbýlisstöðum er verð fasteigna orðið þannig að það á að borga sig að byggja. Til að fá þetta fram þarf greiningu á hverjum þéttbýliskjarna og þá væri grundvöllur fyrir allt annað áhættumat vegna lána til bygginga á mismunandi stöðum. Verktakar á svæðinu búa við næg verkefni og þeir eru einnig meðvitaðir um miklar sveiflur á fasteigna markaði.

Sigurður kom inn á samskipti verktaka og sveitarfélaga vegna byggingarleyfa og annars sem þarf til að hefja íbúðabyggingu og velti upp hvort sveitarfélög geti stutt betur við ferlið með skilvirki þjónustu við þá sem vilja byggja. Einnig spurning um hvort sveitarfélögin geti örvað íbúðarbyggingar með lóðaframboði og lóðaverðum.

Hafliði Hörður Hafliðason, framkvæmdastjóri hjá Héraðsverk - Glærur

Hafliði sagði mikilvægir þættir varðandi byggingar væru: fasteingaverð samanborið við byggingaverð, lóðaframboð, réttu lóðirnar, fjármögnun, skipulag, verktakar og iðnaðarmenn – mikið að gera hjá þeim. Það eru margir verkþætti og margt sem þarf að koma saman til að vel gangi. Litlir verktakar hafa fólk og sérþekkingu í að byggja hús en oft ekki sérþekkingu í samskiptum varðandi það sem þarf til að vinna með fjármögnunaraðilum, sveitarfélögum og öðrum sem þurfa að koma að ferlinu.

Hafliði ræddi um framtíðarsýn fyrir okkur og þá sem á eftir koma varðandi íbúðarhúsnæði. Hvernig viljum við sjá byggðina vaxa ? það þarf metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir byggðalögin. Hann tók dæmi af Borgarnesi og Selfossi sem hafa gert framtíðarsýn fyrir uppbygginu sinna samfélaga. Hann benti sértaklega á mikilvægi þess að heyra hvaða sýn unga fólkið hefur varðandi uppbygginu og húsnæðismál og búsetukosti.

Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaál - Glærur

Smári talaði um að Alcoa Fjarðaál sem stór atvinnurekandi með fjölda starfsmanna yrði var við að fólk hætti við að koma og ráða sig hjá fyrirtækinu vegna þess að ekki finnst húsnæði. Staðan mun bara versna m.a. vegna fyrirhugaðrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Þannig að það væri ekki spurning að húsnæðisskortur veldur vanda fyrir fyrirtækin.

Hann sagði að tölur hjá þeim sýni að nýir starfsmenn búa í vaxandi mæli utan Austurlands. Starfsmannavelta er mest hjá unga fólkinu sem er jafnvel að taka sér námshlé og vinna en hverfur svo aftur í skóla. Starfsmannavelta yrði líklega minni ef fólk gæti flutt á svæðið og fest rætur. Þetta er áhyggjuefni fyrirtækisins og hefur farið vaxandi frá 2018. Mannfjölda spá hefur gengið eftir en fjölgun íbúaða hefur ekki fylgt því og það skapar vandann.

Hvernig má leysa úr stöðunni? Það er kaupþrýstingur og þörf fyrir leigumarkað. Smári velti fyrir sér hvort hagsmunaaðilar geti farið í samstarf um kynningu til að vekja athygli á möguleikum hér. Það eru góð störf og tekjur í boði.

Ólafur A. Jónsson, forstöðumaður, nærsamfélags og græns reksturs hjá Landsvirkjun - Glærur

Ólafur talaði um vinnu Landsvirkjunar í tengslum við samfélagsmál og stefnu fyrirtækisins varðandi það. Stefnan gengur út á að Landsvirkjun vill vera góður granni, vera í uppbyggilegum samskiptum við samfélögin og stuðla þar að nýjum tækifærum i sínu umhverfi. Landsvirkjun framkvæmir stefnu sína með ýmiskonar samfélagsverkefnum og er sjálfbærniverkefnið dæmi um það ásamt mögum fleiri verkefnum. Að auki er Landsvirkjun með samfélagssjóð og styrkir ýmis verkefni úti í samfélaginu. Nefnir sérstaklega verkefni í nýsköpun og sem tengjast orkuskiptum.

Pallborðsumræður að loknum erindum. Í pallborði voru:

  • Eydís Ásbjörnsdóttir - Fjarðabyggð
  • Hafliði Hjörtur Hafliðason - Héraðsverk
  • Jóhanna Klara Stefánsdóttir - Samtök Iðnaðarins
  • Kári S. Friðriksson - Húsnæðis og mannvirkjastofnun
  • Stefán Bogi Sveinsson

Spurningar og umræðuefni úr sal

Ábending um einföldun regluverks vegna bygginga. Hvað er helst hægt að benda á að megi einfalda í regluverkinu?

Fram kom að eitt af því sem hægt væri að laga væri að fara lengra með rafrænar lausnir hjá stjórnsýslunni. Þar mætti einfalda og samræma kerfi milli sveitarfélaga. Útvistun á byggingareftirliti og fleira gæti hjálpað. Það sjónarmið kom einnig fram að ferlin séu ekki flókin í raun, það þurfi bara að kynna sér þau vel og vinna með þeim en ekki á móti. Verktakar ættu að fá sér sérfræðiaðstoð t.d. frá bókhaldsþjónustu við þá hluta ferlisins sem sérhæfðrar þekkingar á regluverkinu er þörf. Rætt var að misjafnt sé hvar flöskuhálsar geti verið sem valdið geta töfum á byggingarferlinu. Fulltrúar sveitarfélaganna í pallborði telja að sveitarfélögin séu að bæta sig í samskiptum við byggingaraðila varðandi leyfisveitingar og annan undirbúning sem þarf af þeirra hálfu vegna nýrra bygginga.

Spurning um skammtímahúsnæði

Fram kom að talað hefur verið um skammtímahúsnæði. t.d. vegna uppbyggingar framkvæmda, fyrir flóttamenn eða ferðaþjónustu. Regluverk leyfir þetta ekki núna og ef það verður leyft þarf að gera góðan ramma um slíkt svo þetta verði gott húsnæði og sú umræða þyrfti að fara fram.

Spurning um af hverju hafa ekki verið tekin hlutdeildarlán á Austurlandi.

Farið var yfir hvað hlutdeildarlán séu og bent á að þau hefðu kannski ekki nýst vel vegna skilyrða sem sett eru fyrir þeim.

Hugmyndin um samstarf milli atvinnulífsins og sveitarfélaga um húsnæðisátak á Austurlandi

Almennt tók pallborðið undir að mikilvægt væri að setjast niður saman og reyna að koma átaki af stað. Fyrsta skref er að allir aðilar sem hafa hagsmuni af uppbyggingu húsa fari að tala saman og leita leiða.

Eru engar hugmyndir um orku sparandi, vistvænt og minna húsnæði eins og er víða á Norðurlöndum. Erum við ekki að benda á þetta og vill unga fólkið hér ekki slíkar lausnir?

Fram kom hjá pallborðinu að mikilvægt væri að nota fjölbreyttar lausnir, fólk er alla vega og því þarf að passa að byggja ekki einsleitt. Passa þarf upp á það að hafa heildstæða sýn. Landnotkun og nýting er einnig tengd sjálfbærni og það mun verða vaxandi áhersla á hana í framtíðinni. Það þarf að skoða hvar er blómlegt atvinnulíf sem getur stækkað og þar ætti að fjárfesta í húsnæði. Fram kom að verið er að bjóða fram lóðir fyrir minni hús en hefðbundið er a.m.k.. í einhverjum sveitarfélögum.

Ábending um að við höfum sofnað á verðinum varðandi uppbyggingu húsnæðis. Við þurfum að vinna að þessu og finna lausnir.

Samhljómur í pallborðinu var, að ef byggingarverktakar á svæðinu eru til í verkefnið að vinna saman þarf bara að fara í það og ná þeim saman og reyna að koma á samstarfi sem eykur slagkraft og mátt verktaka og iðnaðarmanna til að koma verkefnum af stað. Sveitarfélögin þurfa og virðast til í að leggja sitt að mörkum.

Jóhanna segir að samtök atvinnulífsins bjóði fram samráð/samtal og stefnt sé á stofnun samtaka atvinnulífsins á Austurlandi.

Hvernig finnum við lausnir og hvað þarf að hafa í huga?

Íbúðarbyggingar þurfa að standa undir sér en kom jafnframt fram að erfitt væri að reikna stöðu verðs á nýjum íbúðum í byggðarkjörnum þar sem lítið er byggt og því lítið af nýjum íbúðum í sölu. Markaðsverð hér á svæðinu á þessum fáu nýju íbúðum er hærra en á eldra húsnæði og virðist hærra en mannvirkjastofnun hefur getað reiknað út frá sínum takmörkuðu gögnum um nýjar byggingar á Austurlandi. Vanmat á því er algengt úti á landi vegna þess að erfitt er að ná utan um gögn og sölur eru fáar. Það er ljóst að skilyrði eru að skapast á fleiri stöðum en áður til að byggja án þess að tapa á því.

Komið var inn á að það er ekki spurning um hvort við tökum inn sjálfbærni inn í byggingarstefnu heldur hvenær. Brýnt er að skoða það fljótlega því áður en við vitum af verður þetta orðið krafa. Komið var inn á hvernig sjálfbærni er tengd inn í nýtt svæðisskipulag fyrir Austurland sem á að gefa tóninn í stefnumótun.

Samhljómur var í pallborðinu um að næstu skref væru að halda samtalinu áfram milli allra lykilaðila á svæðinu með það að markmiði að koma byggingu íbúðarhúsnæðis á Austurlandi af stað hið fyrsta.

Myndir af fundi

Mynd 2. Jóhanna Klara Sveinsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum Iðnaðarins. Mynd 3. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Mynd 4. Sigurður Magnússon, lögg. fasteignasali hjá Fasteignasölunni INNI Mynd 5. Hafliði H. Hafliðason, framkvæmdastjóri hjá Héraðsverki Mynd 6. Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaál Mynd 7. Ólafur A. Jónsson, forstöðumaður, nærsamfélags og grænsreksturs hjá Landsvirkjun Mynd 8. Ársfundur 2022


Breytingar á vísum

Skjal um breytingar á heiti vísa og vísanúmerum í tengslum við hönnun á nýrri heimasíðu. Engar efnislegar breytingar hafa orðið á vísum.

Breytingar á vísum 2022 | Sjálfbærniverkefni á Austurlandi (sjalfbaerni.is)


Þátttakendur

Nafn Fyrirtæki, stofnun, félag
Aðalheiður Guðmundsdóttir Vök Baths
Anna Berg Samúelsdóttir Fjarðabyggð
Arnar Úlfarsson Austurbrú
Asdís Helga Bjarnadóttir Austurbrú
Árni Jóhann Óðinsson Landsvirkjun
Berglind Harpa Svavarsdóttir Mulaþing/sveitarstjórnarfulltrúi
Björn Ingimarsson Múlaþing
Björt Sigfinnsdóttir Ortika/ Lunga
Brynhildur Bertha Garðarsdóttir Alcoa Fjarðarál
Dagmar Ýr Stefánsdóttir Alcoa Fjarðaál
Davíð Þór Magnússon Alcoa Fjarðaál
Einar Már Sigurðarson SSA/Austurbrú
Einar Þorsteinsson Alcoa Fjarðaál
Elmar Erlendsson Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Esther Ösp Austurbrú
Eydís Ásbjörnsdóttir Fjarðabyggð
Freyr Ævarsson Múlaþing
Gauti Jóhannesson Múlaþing
Guðrún Á. Jónsdóttir Austurbrú
Gunnar Gunnarsson Austurfrétt
Gunnlaugur Aðalbjarnarson Alcoa Fjarðaál
Hafliði Hörður Hafliðason Héraðsverk
Helena Eydís Ingólfsdóttir Þekkingarnet Þingeyinga
Helgi Hlynur Ásgrímsson Múlaþing
Hildur Vésteinsdóttir Landsvirkjun
Hjalti Jóhannesson Rannsóknamiðstöð HA
Ingólfur Tómas Helgason Alcoa Fjarðaál
Jóhann F þórhallsson Fljótsdalshreppur
Jóhanna Klara Stefánsdóttir Samtök Iðnaðarins
Jóna Árný Þórðardóttir Austurbrú
Jónína Brynjólfsdóttir Múlaþing
Júlíus Brynjarsson Alcoa Fjarðaál
Kári S. Friðriksson HMS
Kenneth Svenningsen Launafl ehf
Kristín Ágústsdóttir Náttúrustofa Austurlands
Kristján Sigurðsson Á eigin vegum
Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir Þekkingarnet Þingeyinga
Magnús Hilmar Helgason Launafl ehf
María Kristmundsdóttir Alcoa Fjarðaál
Ólafur Arnar Jónsson Landsvirkjun
Páll Baldursson Austurbrú
Páll Freysteinsson Alcoa Fjarðaál
Ragnar Sigurðsson Fjarðabyggð
Ragnheidur Ólafsdóttir Landsvirkjun
Sigfinnur Mikaelsson Ortika
Signý Ormarsdóttir Austurbrú
Sigrun Jóhanna Þráinsdóttir 701 Hótels
Sigurður Magnússon INNI
Sigurður Ólafsson Fjarðabyggð/Síldarvinnslan
Smári Kristinsson Alcoa
Stefán Bogi Sveinsson Múlaþing
Sveinn Jónsson eftirlaunaþegi
Sylvía Helgadóttir Austurbrú
Tinna Halldórsdóttir Austurbrú
Valdís Vaka Kristjánsdóttir Austurbrú
Valgeir Ingólfsson Fjarðabyggð
Vilhjálmur Jónsson Múlaþing
Þröstur Jónsson Múlaþing

 


Dagskrá

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins 2022 verður haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum miðvikudaginn 27. apríl kl. 10:00-14:00

Meðal þeirra sem flytja erindi eru
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs, Samtök iðnaðarins
Sigurður Magnússon, lög. fasteignasali, Inni fasteignasala
Kári S. Friðriksson hagfræðingur, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Hafliði Hörður Hafliðason, framkvæmdastjóri, Héraðsverk
Ólafur Arnar Jónsson, forstöðumaður: Nærsamfélag og grænn rekstur, Landsvirkjun
Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri mannauðsmála, Alcoa Fjarðaál
Einar Már Sigurðarson, Formaður stjórnar Austurbrúar og SSA

Pallborðsumræður að loknum erindum

Eydís Ásbjörnsdóttir - Fjarðabyggðar
Hafliði Hörður Hafliðason - Héraðsverks
Jóhanna Klara Stefánsdóttir - Samtök Iðnaðarins
Kári S. Friðriksson - Húsnæðis og mannvirkjastofnun
Stefán Bogi Sveinsson - Múlaþing

Fundarstjóri: Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar