Fara í efni

Ársfundur 2011

Haldinn í Safnahúsinu í Neskaupstað föstudaginn 13. maí frá kl. 13:00 – 16:30.

Á dagskrá er meðal annars kynning á niðurstöðum úr sjálfbærnimælingum ásamt endurskoðun á vöktunaráætlun og vísum.

Fundarstjóri: Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð.

Dagskrá

  • Kl. 13:00: Fundur settur - Tómas Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls - Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri, Landsvirkjun
  • Kl. 13:10: Kynning á starfsemi verkefnisins á síðasta starfsári - Guðlaug Gísladóttir starfsmaður verkefnisins
  • Kl. 13:30:Helstu niðurstöður mælinga (Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál) - Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Fljótsdalsstöðvar - Geir Sigurpáll Hlöðversson, framkvæmdastjóri umhverfismála Alcoa Fjarðaáls
  • Kl. 14:00: Hugleiðing um Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi - Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri
  • Kl. 14:30: Endurskoðun og rýni vísa, hópavinna - Tillögur að breytingum á vísum sem stýrihópur ber undir ársfund - Umræður og hópavinna
  • Kl. 15:00: Hressing
  • Kl. 15:20: Endurskoðun og rýni vísa – framhald á hópavinnu
  • Kl. 16:00: Niðurstöður úr hópavinnu kynntar og bornar upp til samþykktar
  • Kl. 16:30: Fundarslit

Stýrihóp verkefnisins skipa:

  • Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar
  • Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar
  • Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs
  • Geir Sigurpáll Hlöðversson, framkvæmdastjóri umhverfismála Alcoa Fjarðaáls
  • Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Fljótsdalsstöðvar Landsvirkjunar

Fundargerð

Ársfundur sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar á Austurlandi var haldinn í Safnahúsinu í Neskaupstað, föstudaginn 13. maí frá kl. 13:00 – 16:30. Um 40 manns voru skráðir til þátttöku.

Ávörp, kynningar og erindi:
Fundurinn hófst á ávarpi Tómasar Sigurðssonar forstjóra Alcoa Fjarðaáls og Einars Mathiesen, framkvæmdastjóra Orkusviðs Landsvirkjunar. Guðlaug Gísladóttir, starfsmaður verkefnisins, fór yfir starfsemi verkefnisins á árinu 2010 auk þess að fara yfir niðurstöður úr nokkrum sjálfbærnimælingum. Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Fljótsdalsstöðvar, og Geir Sigurpáll Hlöðversson, framkvæmdastjóri heilsu-, öryggis og umhverfisteymis hjá Alcoa Fjarðaráli, fóru einnig yfir mælingar og þróun nokkurra sjálfbærnimælinga.  Að lokum fjallaði Grétar Þór Eyþórsson prófessor við Háskólann á Akureyri um Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi og gildi þess auk þess sem hann ræddi um rannsóknir RHA um samfélagsleg áhrif virkjunar og álvers á Austurlandi.

Endurskoðun og rýni vísa - vinnuhópar

Starfsmaður verkefnisins fjallaði í stuttu máli um ástæðu þess að umræddir vísar, vöktun eða mælikvarðar þörfnuðust endurskoðunar, en helstu ástæður eru eftirfarandi:

  • þær mælingar sem styðjast átti við samkvæmt upphaflegri vöktunaráætlun eru ekki framkvæmdar lengur
  • vöktunaráætlun og mælikvarðar illa skilgreindir
  • mælingar sem framkvæma átti óframkvæmanlegar eða ónákvæmar

Í kjölfarið skiptust fundarmenn upp í hópa og rýndu í sjálfbærnivísa og mælingar. Niðurstöður úr hópavinnu má skoða hér á vefnum undir flipanum: "Endurskoðun vísa."

Fundarslit

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls sleit fundi kl. 16:30. Hægt er að nálgast fundargerð í pdf með því að smella hér


Endurskoðun vísa


Eftirfarandi plögg voru lögð til grundvallar hópavinnunni:

  1. Leiðbeiningar fyrir rýni sjálfbærnivísa.
  2. Vísir 1.16 - Opinber þjónusta í nálægum byggðum.
  3. Vísir 1.20 - Framboð á menningarviðburðum
  4. Vísir 2.7 Skerðing víðerna

Hópur 1 – Skerðing víðerna – vísir 2.7

Vandamál: Vöktunaráætlun og mælikvarðar illa skilgreindir

Niðurstaða hópsins var sú að halda ætti vísinum inni, þar sem skerðing víðernis væri gríðarlega mikilvægur þáttur í umhverfisáhrifum framkvæmdanna og hefði mikil áhrif á landslag. Markmiðið varðandi þennan vísi er að ekki verði frekari skerðing á víðerni sem rekja má til Kárahnjúkavirkjunar. Nægileg vöktun er að fylgjast með svæðinu og meta hvort ástæða er til að grípa til aðgerða. Mælingar varðandi þennan vísi snúa eingöngu að þróun sem rekja má til þeirra mannvirkja sem reist voru í tengslum við virkjun. Landsvirkjun ber ábyrgð á vöktun þessa vísis og á að setja fram upplýsingar um þróun á fimm ára fresti. Æskilegt er að kynna undir þessum vísi aðrar aðgerðir sem geta haft áhrif á víðerni á umræddu svæði, en stór hluti þess fellur undir verndunaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Stýrihóp var falið að fylgja eftir niðurstöðum vinnuhóps og útfæra framkvæmd á vöktun og mælingum í samvinnu við Landsvirkjun.

Hópur 2 – Opinber þjónusta í nálægum byggðum – vísir 1.16-a-ánægja íbúa með heilbrigðisþjónustu

Vandamál: Könnun ekki framkvæmd lengur hjá Landlæknisembættinu.

Niðurstaða hópsins var sú að vísirinn væri mikilvægur og að mikilvægt væri að mæla árangur á þessu sviði. Góð heilsugæsla skipti máli fyrir íbúa á svæðinu og væri grunnþjónusta sem er hluti af innviðum samfélagsins. Tillaga að mælingu var sú að fyrirtækin sem standa að sjálfbærniverkefninu geri árlega könnun á svæðinu varðandi þennan þátt. Í nokkur ár hefur Alcoa spurt um ánægju íbúa með þjónustu á svæðinu. Hópurinn lagði til að í stað þess að spyrja um þjónustu almennt, ætti að skipta þeirri spurningu upp í fleiri flokka, t.d. ánægju með heilsugæslu, sjúkrahús o.s.frv.

Takmarkanir varðandi þessa tillögu eru þær að hver spurning í þeirri könnun sem framkvæmd er árlega kostar tugi þúsunda króna. Stýrihóp var falið að vinna úr tillögum vinnuhóps og kanna kostnað og leiðir við framkvæmd á mælingum.

Hópur 3 – Framboð á menningarviðburðum – vísir 1.20

Vandamál: Mæling ónákvæm og huglægt mat þess sem safnar upplýsingum lagt til grundvallar niðurstöðu. Skilgreining á „menningarviðburði“ ekki skýrt skilgreind í vöktunaráætlun.

Niðurstaða vinnuhóps var sú að þessi vísir væri mjög mikilvægur fyrir verkefnið og nauðsynlegt væri að mæla þróun á einhvern hátt. Vandamál varðandi skilgreiningu á „menningarviðburði“ rædd og ákveðið að ánægjuvog væri betri aðferð til mælinga en talning auglýstra viðburða. Í stað þess að vera með stífa skilgreiningu á því hvað menningarviðburður er, var lagt til að leyfa svarendum að ákveða í sínum huga hvað menningarviðburður er án þess að þurfa að skilgreina það nánar.

Spurningin gæti hljóðað á eftirfarandi hátt: „Hversu ánægður ertu með framboð menningarviðburða á svæðinu?“ Svarendum svo gefið færi á að lýsa ánægju sinni á mælanlegan hátt með huglægu mati sem krefst ekki skilgreiningar á orðinu „menningarviðburður.“

Athugasemd varðandi þessa mælingu er að auk framboðs á menningarviðburðum væri hægt að kanna þátttöku í menningarviðburðum.

Stýrihóp falið að setja þessa aðferð við mælingu í framkvæmd. Ekki var tekin ákvörðun um könnun á þátttöku í menningarviðburðum.

Hópur 4 – Opinber þjónusta í nálægum byggðum – vísir 1.16-b-ánægja íbúa með opinbera þjónustu

Hópur 4: Hugmyndir um opinbera þjónustu

Vandamál: Þessi mæling hefur aldrei verið framkvæmd, en Alcoa hefur spurt um ánægju íbúa með „þjónustu“ á svæðinu í skoðanakönnunum sínum í nokkur ár.

Hópurinn var sammála um að halda ætti vöktun inni varðandi þennan vísi en taldi að mikilvægt væri að skilgreina betur hvað „opinber þjónusta“ væri. Hópurinn var með hugarflug um hvað opinber þjónusta er og lagði til að nýir mælikvarðar yrðu skilgreindir, t.d. út frá hugmyndaflæðinu. Athygli var vakin á því að skv. könnun sem var hluti af meistaraverkefni við Háskólann á Akureyri kom fram að framboð á afþreyingu og menningu er áhrifaþáttur varðandi ákvörðun íbúa um brottflutning af svæðinu. Niðurstaða ársfundar er sú að vísa áframhaldandi vinnu við skilgreiningu á nýjum mælikvörðum og framkvæmd á mælingu þessa vísis til stýrihóps. Stýrihópur mun skoða hvort rétt er að fá háskólasamfélagið eða sérstaka ráðgjafa til þess að koma að þeirri vinnu.


Þátttakendur

Nafn Stofnun, fyrirtæki eða félag
Anna Björk Hjaltadóttir Alcoa Fjarðaál
Aníta Júlíusdóttir Landsvirkjun
Aðalsteinn J. Halldórsson Þekkingarnet Þingeyinga
Anna Heiða Pálsdóttir Alcoa Fjarðaál
Árni Jóhann Óðinsson Landsvirkjun
Árni Steinar Jóhannesson Fjarðabyggð
Björgólfur Thorsteinsson Landvernd
Björn Ingimarsson Fljótsdalshérað
Dagbjartur Jónsson Landsvirkjun Fljótsdalsstöð
Dagný Björk Reynisdóttir Alcoa Fjarðaál
Davíð Baldursson Eskifjarðarprestakall
Einar Mathisen Landsvirkjun
Erlín Emma Jóhannsdóttir Náttúrustofa Austurlands
Geir Hlöðversson Alcoa Fjarðaál
Georg Þór Pálsson Landsvirkjun
Gerður Guðmundsdóttir Náttúrustofa Austurlands
Grétar Þór Eyþórsson Háskólinn á Akureyri
Guðlaug Gísladóttir Þekkingarnet Þingeyinga
Guðmundur Bjarnason Alcoa Fjarðaál
Guðmundur Sveinsson Alcoa Fjarðaál
Guðný Hauksdóttir Alcoa Fjarðaál
Guðrún Á. Jónsdóttir Þekkingarnet Austurlands
Gunnlaugur Aðalbjarnarson Alcoa Fjarðaál
Hákon Aðalsteinsson Landsvirkjun
Helgi Laxdal Helgason Alcoa Fjarðaál
Hilmar Sigurbjörnsson Alcoa Fjarðaál
Jón Ágúst Jónsson Náttúrustofa Austurlands
Laufey Sigurðardóttir Alcoa Fjarðaál
Olga Lísa Garðarsdóttir Verkmenntaskóli Austurlands
Páll Björgvin Guðmundsson Fjarðabyggð
Pétur Ingólfsson Landsvirkjun
Ragnheiður Ólafsdóttir Landsvirkjun
Sigurður Guðni Sigurðsson Landsvirkjun
Sigurður Ólafsson Alcoa Fjarðaál
Sindri Óskarsson Landsvirkjun
Stefanía G. Kristinsdóttir Þekkingarnet Austurlands
Tómas Sigurðsson Alcoa Fjarðaál
Valdimar O. Hermannsson Heilbrigðisstofnun Austurlands